<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 04, 2006

Ný vika

Ég var naughty, naughty, naughty í dag þegar ég hjólaði í skólann og sleppti hjálminum. Það er bara svo frábært veður, sól og hlýtt að ég hafði engan áhuga á að plampa honum á kollinn heldur langaði að finna vindinn í hárinu. Það var auðvitað unaður og vel áhættunnar virði.

Í gærkvöldi var annað veður uppi á teningnum og reyndar í alla nótt: hávaðarok og skítakuldi, haustið hefur hafið innreið sína. Ég fór í Botanics að horfa á hátíðarflugeldana, þriggja kortéra sýningu frá kastalanum við undirleik skosku kammersveitarinnar. Verkið þetta árið var Rómeó og Júlía Tchaikovskys en forleikurinn að því er auðvitað alveg stórfenglegur og flugeldarnir risu og hnigu í takt. Hins vegar er restin bara balletfaff og það var svolítið mikið af svona "ó, kastalinn er alelda!" sem var flott en ég vil bara helling af tívolíbombum, læti og ljós. Þau komu í lokakaflanum þar sem tívolíbomburnar kepptust við að lýsa upp himininn yfir kastalanum og þá var ég ánægð. Reykurinn sem lagði yfir Forth var massífur og var ekki síður áhugaverður að sjá en flugeldarnir sjálfir.

En nú ætla ég að halda heim að njóta veðursins í garðinum og tína plómur til að gera sultu. Þekkir einhver lesenda minna uppskrift af einhvers konar niðursuðu sem gera má á eplum? Það er svo ansi mikið af eplum í garðinum í ár, þarf að nota þetta!

Að lokum: pósthólf starfsmanna hér á QMRI eru merkt A-B, C-D og svo framvegis. Það er hins vegar heilt hólf fyrir MAC, MC. Gets me smiling every time!

Og já: Hvað er að gerast með Muse? Hef heyrt tvö lög af nýju plötunni, annað hljómar eins og Scissor Sisters, hitt eins og Keane.

|