sunnudagur, september 03, 2006
Nú skal lært
Skotar geta verið svo dæmalaust huggulegir. Ég fíla það í botn að vera kölluð "dear" af vígalegum öryggisverði á þrítugsaldri.
Og á þessum nótum held ég að ljúki í bili félagslegum afrekum mínum sem staðið hafa lungann úr sumrinu. Nú ríður á að setjast við skriftir eins og leiðbeinendur mínir ráðlögðu mér á fundinum á fimmtudaginn. Það liggur meira að segja við að ég sé bara í stuði fyrir það. Lærdómslystin virðist fylgja haustkomunni. Komdu fagnandi, ekki seinna vænna!
|
Skotar geta verið svo dæmalaust huggulegir. Ég fíla það í botn að vera kölluð "dear" af vígalegum öryggisverði á þrítugsaldri.
Og á þessum nótum held ég að ljúki í bili félagslegum afrekum mínum sem staðið hafa lungann úr sumrinu. Nú ríður á að setjast við skriftir eins og leiðbeinendur mínir ráðlögðu mér á fundinum á fimmtudaginn. Það liggur meira að segja við að ég sé bara í stuði fyrir það. Lærdómslystin virðist fylgja haustkomunni. Komdu fagnandi, ekki seinna vænna!
|