mánudagur, september 18, 2006
Mánudagur, once again
Ég fór í bíó í gærkvöldi og sá nýju drottningarmyndina. Mér fannst drottningin töffari og hélt með henni. Ég hélt hins vegar ekki með Cherie Blair eða spunakellingunni Alistair Campbell. Hélt líka með Kalla prins af því mér finnst hann töff. Samt er ég enginn konungdæmissinni. Mér er eiginlega nokk sama. Þó held ég minna með bresku ríkisstjórninni um þessar mundir en nokkurn tímann kóngafólkinu.
Annars tók ég eftir því að margir bíógesta gengu ekki óstuddir, ég sá allar útgáfur göngustafa og hækja, bæði venjulegar norrænar hækjur og engilsaxneskar teiknimyndahækjur sem maður setur undir handarkrikana. Það eru fáránleg tól.
Svo langar mig bara að benda á það hvað það er hjákátlegt að sjá fínar frúr með kjölturakka í bandi og kúk í poka. Fatta þær ekki hvað þetta er kjánalegt? Versace, Vuitton og Balenciaga gera sér ekki grein fyrir hversu stór markaður væri fyrir poop pouches.
|
Ég fór í bíó í gærkvöldi og sá nýju drottningarmyndina. Mér fannst drottningin töffari og hélt með henni. Ég hélt hins vegar ekki með Cherie Blair eða spunakellingunni Alistair Campbell. Hélt líka með Kalla prins af því mér finnst hann töff. Samt er ég enginn konungdæmissinni. Mér er eiginlega nokk sama. Þó held ég minna með bresku ríkisstjórninni um þessar mundir en nokkurn tímann kóngafólkinu.
Annars tók ég eftir því að margir bíógesta gengu ekki óstuddir, ég sá allar útgáfur göngustafa og hækja, bæði venjulegar norrænar hækjur og engilsaxneskar teiknimyndahækjur sem maður setur undir handarkrikana. Það eru fáránleg tól.
Svo langar mig bara að benda á það hvað það er hjákátlegt að sjá fínar frúr með kjölturakka í bandi og kúk í poka. Fatta þær ekki hvað þetta er kjánalegt? Versace, Vuitton og Balenciaga gera sér ekki grein fyrir hversu stór markaður væri fyrir poop pouches.
|