<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 11, 2006

Light my fire!

Á föstudaginn tók ég mig til og fór í smá bíltúr að leita að úrinu mínu sem ég hafði misst á bílastæðinu fyrir utan jógastöðina. Ég beið á rauðu ljósi á Bridges þegar á móti mér kom akandi ungur maður sem virtist vera í einhvers konar krampakasti, sítt liðað hárið sveiflaðist til og frá svo mér sýndist hann varla geta séð hvert hann var að fara. Fingurnir spenntust og slöknuðu á víxl á stýrinu og mér leist aldeilis ekki á blikuna. Eftir þetta ofursnögga mat á stöðunni áttaði ég mig þó á því að ökumaðurinn ungi spasmaði í takt við tónlistina sem ég var að hlusta á í útvarpinu. Já, sjúkdómur þessa unga manns var sko ekkert annað en ástin á rokki og réði hann sér því ekki fyrir kæti þegar orgelsólóið í "Light my fire" var annars vegar.

Þess má geta að úrið fannst heilt heilsu. Það og rokkarinn hressi gáfu mér tilefni til að brosa þann daginn!

|