<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

MótefnaLotta

Nú er ég fullbólusett og allt því klappað og klárt fyrir Kínaför. Ein sprauta hvor í sinn handlegg ver mig gegn barnaveiki, lömunarveiki, taugaveiki, stífkrampa og lifrarbólgu. Og þurfti ég ekki að borga krónu fyrir. Annar handleggurinn er níðþungur og helaumur auk þess sem ég finn að netjueitlarnir í mér hafa tekið við sér. Það er kannski bara ímyndun. En því er samt ekki að neita að nú er ég gangandi mótefnaverksmiðja eins og vinur minn benti mér á áðan. Ég sagði honum að til öryggis skyldi hann beygja sig ef ég hóstaði á hann.

Ég er búin að taka upp fyrsta hvítlaukinn minn og nú þegar búin að gæða mér á tveimur rifjum. Hann er auðvitað ljúffengur og safaríkur en þetta er án efa ferskasti hvítlaukur sem ég hef bragðað. MMMMMmmmm. Auk þess mun hann hjálpa mér í mótefnamynduninni næstu daga.

|