<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Lasarus

Jah, nú er ég komin aftur til Edinborgar og ekki seinna vænna að rita ferðasöguna áður en ég gleymi henni.

Ferðin heim var algjör hörmung enda kom ég heim með beinverki og minn fræga sex-pakkar-á-dag hósta, búin að vera lasibúdd síðan.

Nú þegar hefur verið minnst á vísindalegt innihald ráðstefnunnar svo þessi færsla verður helguð hinum frábæra félagsanda og fjöri sem hrossafrjósemisdýralæknar geta pískað upp. Ég var búin að segja svolítið frá hrossasýningunni og dixielanddjassinum á ánni Maas en ekki tók verra við á fimmtudeginum. Þegar vinnufundum lauk klukkan tíu höfðu lókalarnir séð til þess að einn bar yrði opinn fyrir okkur í svefnbænum Kerkrade. Flykktumst við þangað og sá fimmtugur Argentínumaður Samper að nafni um tónlistina en hann hafði verið svo forsjáll að taka með sér ipodinn sinn.

Það var geðveikt stuð fram eftir nóttu, ég dansaði eins og andsetin salsa, merengue, chachacha, lambada og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar ég rankaði við mér um 2 leytið var ég auðvitað sveitt eins og svín og ákvað að fara heim þegar fólk var farið að hlæja að mér. Hinir voru til hálffimm og var ég fegin á 9 fyrirlestrinum daginn eftir að hafa ekki verið svo lengi.

Á föstudeginum var lokahóf í Maastricht, í Festivillage sem var lítið torg undir þaki, umkringt eftirlíkingum af búðum og stofnunum. Í hverri "búð" var einhver hluti veitinganna-barinn í einni, kjöt í annarri, fiskur í þeirri þriðju osfrv. Það besta var svo ísvagn þar sem maður gat fengið sér endalaust af ís í formi! Það var BigBand í gangi allt kvöldið svo fólk dansaði milli rétta, jafnvel milli munnfylla. Þegar veislunni lauk um miðnætti var ég auðvitað ekki búin að fá nóg og stóð fyrir því að seinasta rútan yrði partybus og safnaði öllum dansfolunum saman-og auðvitað Samper líka sem var með ipodinn sinn. Ég var kosin chairwoman of the partybus og fékk bílstjórann til að setja okkur af við barinn okkar. Þar dunaði dansinn til þrjú. Ég dansaði meðal annars við náungann sem skrifaði kennslubókina Equine Reproduction upp á 1200 síður. Hingað til hef ég bara þekkt hann sem eftirnafn á kili þessarar bókar. Svo var auðvitað Dickson Texasbúi mættur. Annars var allt fullt af Javierum, Juanum, Heraldoum og Rodolfoum.

Djamm þetta varð til þess að ég fékk bara 2 tíma svefn því ég þurfti að vakna eldsnemma til að ná í lest til Amsterdam. Skemmst er frá því að segja að mér leið bölvanlega daginn eftir, með brjálaða hálsbólgu, gjörsamlega ósofin og á ferðalagi. Þriggja tíma lestarferð, tafir á flugvellinum, pínku leggjapláss í flugvélinni og miðsæti (=ekki hægt að sofa) bættu svo ekki ástandið.

But Boy was it worth it!!!!

|