<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 28, 2006

Goðsagnir haustsins

Haustið er minn eftirlætisárstími. Þá getur maður farið að klæða sig í föt aftur, ekki þetta endalausa dulu- og sandalarugl. Verst er að hér kemur ekki sama skólalyktin í loftið og heima, ég sakna hennar. En vonandi finn ég hana á ný næsta haust og öll haustin eftir það!

Ég sá í gær öðru sinni bíómyndina "Legends of the Fall" sem ég sá í fyrsta skipti með Bjössa frænda í Ameríku fyrir 12 árum. Ég var búin að gleyma því hvað það eru margar tragedíur í henni. Maður er ekki fyrr búinn að jafna sig á einu sorgaratviki að annað gerist. Það er skemmst frá því að segja að tárin streymdu stanslaust í hálftíma og samt hló ég um leið að sjálfri mér. Brad átti tár mín samt alveg skilið enda með alveg hrikalega flott ör í hlutverki sínu sem Tristan.

|