fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Drifið á daginn
Nú er ég komin með heilsíðu vegabréfsáritun á kínversku í passann minn, jibbí! Eftir að hafa heimsótt kínverska ræðismanninn fór ég í klippingu í baðherberginu hjá Þóri. Lét hann klippa mig alveg stutt fyrst hann er að fara og langt þangað til ég hitti hann aftur.
Rose fattaði ekki strax að ég hefði verið í klippingu og afsakaði sig með því að hún hefði ekki verið viss hvort ég hefði kannski þvegið það og það hefði skroppið saman (!). Ég sagði bara pent: "já, auðvitað, ég skil" en hugsaði "þvílíkt sækó". Stundum ætti hún bara að þegja blessunin.
En nú þarf ég að fara í sparifötin því við erum að fara á tangósýningu. Veðrið er unaðslegt. Ást og friður.
|
Nú er ég komin með heilsíðu vegabréfsáritun á kínversku í passann minn, jibbí! Eftir að hafa heimsótt kínverska ræðismanninn fór ég í klippingu í baðherberginu hjá Þóri. Lét hann klippa mig alveg stutt fyrst hann er að fara og langt þangað til ég hitti hann aftur.
Rose fattaði ekki strax að ég hefði verið í klippingu og afsakaði sig með því að hún hefði ekki verið viss hvort ég hefði kannski þvegið það og það hefði skroppið saman (!). Ég sagði bara pent: "já, auðvitað, ég skil" en hugsaði "þvílíkt sækó". Stundum ætti hún bara að þegja blessunin.
En nú þarf ég að fara í sparifötin því við erum að fara á tangósýningu. Veðrið er unaðslegt. Ást og friður.
|