fimmtudagur, júní 01, 2006
Sjáið nú bara þetta! Myndin er af frumu einni í legslímhúð hryssunnar Polly. Þetta er annað hvort nojtrófíll eða eósínófíll, með rauðan kjarna og grænar blöðrur fullar af virku MMP-9 (sem er einmitt besti vinur aðal-ég er sko aðal-í þessari rannsókn minni). Nú er bara að greina á milli þessara tveggja tegunda með mótefni gegn MPO. Já, þetta er kannski tómur þvættingur fyrir ykkur kæru lesendur en ég er hæstánægð og bara frekar bjartsýn á framhaldið. Hver veit nema ég skelli inn mynd af MPO bara svona til að dekra við ykkur...
|