<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 07, 2006

Nýjasta nýtt

Um helgina var ég svo heppin að vera boðið í gæsaferð norður til Aviemore til þess að heiðra hana Sigrúnu "fóstursystur" mína í Liberton House. Ýmsar staðreyndir urðu mér ljósar í þessum túr:

Annars var bara gott að koma heim á sunnudagskvöld þar til ég sá að bévítans dúfurnar voru búnar að hakka í sig spergil- og blómkálsplönturnar mínar. Argh!!

Á mánudaginn þurfti ég að skrópa í netbolta því Palli, Þóra, Diddí og Ella voru í heimsókn og hún elsku Limma var svo frábær að setja saman mat og drukk fyrir þau. Þau fengu leiðsögn um garðinn og húsið og svo sátum við og töluðum til rétt fyrir tíu að þau héldu á gistiheimilið sitt. Þá gátum við Limma sest og horft á lokaþátt Bráðavaktarinnar sem var algjört mayhem! Endirinn var svo spennandi að það hálfa væri nóg, einum starfsmanni rænt, annar liggur í blóði sínu eftir skotárás, þriðji að missa fóstur á sjúkrahúsgólfinu, fjórði liggur lamaður og getur ekki andað og enginn veit af honum!! Guð minn góður, þvílík spenna.

Í gær keyrði ég svo með fjölskylduna til New Lanark í rosalega góðu veðri, 20 stigum og sól. Ég keypti 2 kíló af ullargarni sem unnið hafði verið á staðnum og var ánægð með daginn. Í gærkvöldi fór ég svo í jóga og þar var einhver lítil nett amerísk stelpa sem var algjört jógafrík og gat gert svona eins og pylsan í bílabíóinu í Grease. Þetta fannst mér ekki gaman að horfa á og í fyrsta skiptið var jógatíminn ekki ánægjulegur. Sérstaklega fyrst jógakennarinn var svo uppveðraður yfir kunnáttu hennar og lá með henni í alls konar tantrastellingum til að hjálpa henni með pósurnar. Guð minn góður þvílík niðurlæging fyrir okkur hin!


|