fimmtudagur, júní 01, 2006
Hrottabrúður
Þeim sem fundust ruslafötubörnin (Garbage Pail kids) viðbjóðsleg myndi aldeilis blöskra ef þeir hittu fyrir Krypt Kiddies, eða grafhvelfingargemlingana eins og ég kýs að kalla þá. Ég sá þennan hroða í búðarglugga í gær og langaði helst að gubba í takt. Það voru tvö eintök í boði, telpubarn og drengur sem bæði störðu á mig frosnum blóðhlaupnum augum. Andlitin voru gráblá og æðaslitin og hryllingslegt glott lék um blóðslefandi hvoftinn. Þetta var eins og stóri bróðir hefði komist í nýburabrúðuna með vatnslitina sína. OJOjOj!!
|
Þeim sem fundust ruslafötubörnin (Garbage Pail kids) viðbjóðsleg myndi aldeilis blöskra ef þeir hittu fyrir Krypt Kiddies, eða grafhvelfingargemlingana eins og ég kýs að kalla þá. Ég sá þennan hroða í búðarglugga í gær og langaði helst að gubba í takt. Það voru tvö eintök í boði, telpubarn og drengur sem bæði störðu á mig frosnum blóðhlaupnum augum. Andlitin voru gráblá og æðaslitin og hryllingslegt glott lék um blóðslefandi hvoftinn. Þetta var eins og stóri bróðir hefði komist í nýburabrúðuna með vatnslitina sína. OJOjOj!!
|