föstudagur, maí 26, 2006
Some glaciers are going forward and some glaciers are going backward
Hér á QMRI hefur aldeilis færst fjör í sápuóperu skokkhópsins. Það hafa flogið svívirðingar, sjálfsmorðshótanir og hatrömm orð milli tveggja kvenna sem berjast um hylli liðleskjunnar John sem virðist sjálfur ekki hafa skoðun á málinu. Af þessum konum er önnur kærastan hans og hin gift öðrum manni og þær láta fúkyrðin fjúka fyrir framan starfsfélagana. Já, það er sko fjör að vera vísindamaður!
Í þættinum Newsround á BBC á þriðjudaginn var ungur "glacier watcher" sem ég hef þekkt ansi vel í 25 ár spurður út í hlýnun andrúmsloftsins. Hann kom vel út og vaggaði eins og bóndi í dúnúlpu um jökulröndina enda heimamaður við Breiðamerkurjökul. Kys til dig min ven!
Annars setti ég inn myndir um daginn frá Köbenferðinni og fleiru.
|
Hér á QMRI hefur aldeilis færst fjör í sápuóperu skokkhópsins. Það hafa flogið svívirðingar, sjálfsmorðshótanir og hatrömm orð milli tveggja kvenna sem berjast um hylli liðleskjunnar John sem virðist sjálfur ekki hafa skoðun á málinu. Af þessum konum er önnur kærastan hans og hin gift öðrum manni og þær láta fúkyrðin fjúka fyrir framan starfsfélagana. Já, það er sko fjör að vera vísindamaður!
Í þættinum Newsround á BBC á þriðjudaginn var ungur "glacier watcher" sem ég hef þekkt ansi vel í 25 ár spurður út í hlýnun andrúmsloftsins. Hann kom vel út og vaggaði eins og bóndi í dúnúlpu um jökulröndina enda heimamaður við Breiðamerkurjökul. Kys til dig min ven!
Annars setti ég inn myndir um daginn frá Köbenferðinni og fleiru.
|