<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 17, 2006

Netboltatíkin

Ég er svo mikið nörd-er búin að vera með sims2 lagið á heilanum í dag og stend mig sífellt að því að söngla það.

Dagsformið mætti vera betra, er algjörlega "knackered" eftir jóga í gær. Það er líklega ekki góð hugmynd að fara í netball á mánudegi og jóga á þriðjudegi eftir að hafa legið með flensu. Já, ég er byrjuð að spila netball, sem er kellingakörfubolti. Það mætti segja að það þurfi meiri herkænsku til að spila þetta en venjulegan körfubolta en þetta er nú voða mjúkt eitthvað. Það má varla koma við andstæðinginn og þar sem ég var í vörn og spilaði eftir körfuboltareglum mestallan leikinn leit ég út fyrir að vera hinn versti trukkur. Dómarinn var alltaf að skamma mig fyrir að brjóta reglurnar...

Svo verð ég bara að nefna að ég er svo ánægð með íbúa slömmsins hér við QMRI. Það fer nú þvílíkt orðspor af fólki í svona hverfum-það er sagt frá 11 ára telpubörnum sem reykja pakka á dag og eru ólétt eftir "a drunken one night stand" og samt eru heróínreykjandi mæðurnar stoltar af þeim. En í þessu hverfi er sko annað upp á teningnum. Ég var að keyra um eitt af þröngum strætum hverfisins og sá framundan mér tvo unglingspilta á hjólum sem voru hringsólandi á miðri götunni (mjög ógnvekjandi auðvitað, læsum öllum hurðum). Ég bjóst við einvígi miklu og hafði varann á mér. Haldiði ekki að þessar elskur hafi vikið fyrir mér brosandi og kallað til mín fyrirgefningarorð. Svo vildi til að ég var með opinn gluggann og gat æpt á móti þakkarorð og sent til þeirra eitt stykki bros. Já, fólk er nú flest gott inn við beinið. Svo er einn gamall maður sem er oftast eitthvað að dunda sér fyrir utan húsið sitt annað hvort einn eða í hundsfylgd. Hann gerir sér alltaf far um að bjóða mér góðan dag. Í gær hrópaði hann meira að segja á mig yfir götuna jafnvel þó hann væri í miðjum hrókasamræðum við annan gamlingja. Með þetta fararnesti getur maður ekki annað en farið glaður í skólann...

|