<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 23, 2006

Úr ýmsum áttum

Þessir bresku þingmenn eru nú meiri kallarnir. Mark Oaten minnir á þingmanninn í Little Britain sem afsakar sín sóðakallaupplifelsi með því að fötin hans hafi dottið utan af honum í því að hann hrasaði ofan á allsberan kall inni á almenningsklósetti (and a part of my body accidentally entered him). Svo eru líka njósnafréttirnar frá Rússlandi eins og Monty Python söguþráður-"Knights of the spying rock". Kjánar upp til hópa.

En talandi um austantjaldsþjóðir, ég fór á laugardaginn í nýjustu búðina á Nicholson Street: Polskie Delikatesy. Þvílíkt rússkí karamba og þar fæst auðvitað Prins Póló, svona innan um allar pylsurnar og niðursoðna kálið. Ég keypti birgðir af Prins, ég sem aldrei borða það þegar ég er á Íslandi. En rosalega var það gott í gær með sterku kaffi!

Já, og svo er algjört "Aaaaástir og örlög nördanna!" í gangi á rannsóknastofunni. Sko, John, Norma, Andrew og Moira eru í hlaupahóp. Þau eru óþolandi en þeim finnst þau sjálf ofsalega skemmtileg og hress...þau eru í reynd svona skátahress sko. Nú, um daginn fóru þau öll út að borða til að halda árshátíð hlaupahópsins og Moira fór að reyna við John sem er kærasti Normu og Moira er gift. Hún sat í fanginu á honum og gældi við hann í allra augsýn. Norma varð bálill og er búin að hella sér yfir John fyrir framan okkur hin nokkrum sinnum og þetta er bara voða spennandi. Svo er Claire, aðstoðarkona Johns iðin við að kvarta og kveina yfir því að móðir sín elski sig ekki og að gjörvöll fjölskyldan þoli sig ekki. Svo nú held ég bara að ég hringi í Jens!

|