mánudagur, desember 12, 2005
Æskublómi
Mikil blóðtaka átti sér stað hér í Bretlandi í síðustu viku. Á þriðjudaginn lést elsti karlmaður Bretlandseyja, Jerzy Pajaczkowski-Dydynski (also known as George) sem var 111 ára og daginn eftir lést elsti Bretinn Lucy d'Abreu sem var 113 ára. Hótanirnar um að ellilífeyrisþegar færust úr kulda þennan veturinn hafa þá kannski verið á rökum reistar. Þjóðin yngist upp með ógnarhraða og óttast afleiðingarnar. Hins vegar sést hér að hefðbundið mataræði bresku þjóðarinnar er ekki vænlegt til langlífis-bæði voru þau ættuð af meginlandinu, hann pólskur og hún frönsk.
|
Mikil blóðtaka átti sér stað hér í Bretlandi í síðustu viku. Á þriðjudaginn lést elsti karlmaður Bretlandseyja, Jerzy Pajaczkowski-Dydynski (also known as George) sem var 111 ára og daginn eftir lést elsti Bretinn Lucy d'Abreu sem var 113 ára. Hótanirnar um að ellilífeyrisþegar færust úr kulda þennan veturinn hafa þá kannski verið á rökum reistar. Þjóðin yngist upp með ógnarhraða og óttast afleiðingarnar. Hins vegar sést hér að hefðbundið mataræði bresku þjóðarinnar er ekki vænlegt til langlífis-bæði voru þau ættuð af meginlandinu, hann pólskur og hún frönsk.
|