<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 12, 2005

Prédikarinn

Það styttist alltaf í jólin-á laugardaginn var haldin íslensk aðventumessa í Edinborg og ég tók að mér það árvissa hlutverk að lesa fyrri ritningarlestur þess Drottins dags. Eins og í fyrra var hann úr spádómsbók Jesaja en þó öllu huggulegri, fjallaði um fjöll og dali, mátt Drottins og svo framvegis. Í fyrra var messan haldin fyrsta sunnudag í aðventu og fjallaði ritningin þá um hórkarla og -kerlingar. Þrumaði ég þann reiðilestur yfir skelkuðum söfnuði og varð að fá mér vatnssopa á eftir til þess að detta aftur úr karakter.

Í gær var kveikt á hirðakertinu-það var víst Betlehemkertið í síðustu viku-svona er ég farin að ryðga í jólasiðunum í útlegðinni! Við fengum rauðnefjaðan dverg spilandi á fiðlu í dagatalinu í morgun.

|