<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 12, 2005

King of the Battlefield

Þeir lesendur mínir sem státa af góðu minni vita það að mín fyrstu kynni af tölvukallinum hér í Easter Bush Veterinary Centre, honum Jim Duncan, voru ekki góð. Þar sem ég var á mínu meyrasta skeiði veltandi mér upp úr heimþrá tókst honum nærri að græta mig með hryssingslegri framkomu.

Nú tveimur árum síðar hefur dæmið snúist við. Nú er svo komið að þegar ég þarf hans þjónustu við kemur hann hlaupandi og vill allt fyrir mig gera. Hann man allt sem ég segi honum um mína hagi (mental note: shut up about myself) og kann meira að segja að stafa föðurnafnið mitt. Sá böggull fylgir reyndar skammrifi að ég neyðist til að heyra hann segja mér frá tómstundagamni sínu sem er að leika eftir frægar orrustur, hvernig hann ferðast um heiminn með tösku fulla af blýdátum og svo vitnar hann í ljóð Tenyson um Krímstríðin. Svo virðist sem ég hafi algjörlega vanmetið þennan ágæta mann sem einmitt er búinn að eyða lunganum af deginum í dag í að setja upp fyrir mig nýja tölvu í stað þeirrar hundgömlu sem var að gefast upp.

|