<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 02, 2005

Færið oss ilmsölt vor....

Ég vil byrja á að segja, degi of seint: Gleðilegan fullveldisdag! Í dag verður haldinn fullveldisfagnaður í Liberton House (sjá mynd) og verður það örugglega fínt geim.

















Tónleikarnir á miðvikudaginn voru mjög góðir, Anton reyndist indælispiltur, lifði sig mikið og vel inn í flutninginn og sýndi mikla snilli á píanóið. Svo notaði hann líka tækifærið og sagðist vera á leið til Íslands (við mikinn fögnuð hinna tveggja Íslendinganna í salnum). Hrósaði hann frónsku landslagi og sagði það engu líkt en hlaut ekki miklar undirtektir, enda kolröng þjóð sem hann stóð frammi fyrir. Reyndi svo að bjarga sér út úr þessum graut með því að segja að skosk náttúra minnti að vissu leyti á þá íslensku en var þá búinn að klúðra þessu hvort eð var.

Ég varð þess hins vegar valdandi að við sáum ekki alla tónleikana. Fékk nefnilega undarlega aðsvifstilfinningu sem fylgdi ógleði, suð fyrir eyrum og allsvakalegur andlitsfölvi. Samt hafði mér ekkert verið heitt eða liðið illa fram að því. Fylgdarmaður minn ástríkur vildi ekki taka neina áhættu þó ég segðist alveg geta haldið þetta út, svo við yfirgáfum tónleikana eftir tæprar klukkustundar spilerí. Hann mun líklega seint fyrirgefa mér þennan aumingjaskap...

Í gær var ég síðan hálfdommaraleg fram eftir degi en hef nú tekið gleði mína á ný.

Ég er búin að senda útdráttinn af stað sem ég átti að skila fyrir þennan repro-fund í ágúst og leggst því nú í inngangsskrif auk jólaundirbúnings. Ég var spurð í gær hvers ég óskaði mér í jólagjöf en ég man auðvitað ekki stundinni lengur þær snilldarhugmyndir sem ég fæ í daglegu amstri. Þarf að hafa með mér blað og penna hvert sem ég fer.

Get samt munað eftirfarandi sem mig langar í einhvern tímann:
*Nudd
*töfrastaf til að mauka súpur og svoleiðis
*bók sem ég sá í Border's um daginn um endurnýtta húsmuni og húsgögn-The Reclaimers eða eitthvað svoleiðis. Samt ekki Proclaimers. Samt væri nú stuð að fá syngjandi skoska tvíbura í jólagjöf...

|