miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Innblásin...að vissu leyti
Jæja, komin til baka frá dejlige Danmark. Allt of stutt dvöl og ég er búin að heita sjálfri mér að sú næsta verður kæmpelang.
Mínir nánustu sem fengu frá mér sms á laugardaginn svohljóðandi: "er búin að síga í björg og láta séfer bíta mig..." eiga líklega skilið að fá skýringu, svona til að róa taugarnar. Séferbitið var af fúsum og frjálsum vilja, ofurhundurinn Jargo er þjálfaður til þess að hlaupa uppi glæpamenn og rífa þá í sig. Við stóðum okkur allar eins og hetjur-myndir fylgja síðar. Allar þrautirnar voru leystar með bros á vör, kannski svolitlum skjálfta en án mikilla áfalla. Versta þrautin kom þó í lokin en hún fól í sér nokkra göngu með bundið fyrir augun og blekkingarvef sem fékk mann til að halda að göngunni lyki með stökki fram af 8 metra háum kletti ofan í ískalt stöðuvatn. Þetta var þó allt til gamans gert og ofsa gaman.
Þegar við komum heim úr svaðilförinni var rétt tími til að skella sér í bað og fínu fötin því þá átti eftir að útbúa matinn. Julefrokost fór vel fram, stelpurnar misstu sig að vana yfir desertvíninu (2 púrtvín, 3 muscat-geri aðrir betur) og síld, flæskesteg og lifrarkæfa runnu ljúflega niður. Um nóttina var hefðin rofin með því að við brugðum okkur út að dansa. Það er nú ekki á hverjum degi sem manni býðst djamm á Borgundarhólmi! Á einu krá bæjarins voru komnar saman fjórar kynslóðir (örugglega allir bæjarbúar nema litlu börnin) og allir skemmtu sér konunglega. Fjórir spjátrungar á sextugsaldri með hormottur og buxnastrenginn í handarkrikunum spiluðu fyrir dansi. Á bassatrommunni var auglýsing frá Din tøjmand-Nalle. Stelpurnar hópuðust fyrir framan gítarleikarann og hömuðust á luftgíturunum sínum og endaði það auðvitað á að hann kom niður á gólf og fílaði athyglina vel. Við skriðum svo heim á svefnloftið hjá Christinu í hollum, sú seinasta drattaðist heim um áttaleytið.
Á sunnudaginn vorum við þó nóg úthvíldar til að ganga svolítið um Rønne og svo flaug ég til Köben þar sem skinnið hún Tóta var búin að bíða í einn og hálfan tíma eftir mér því fluginu seinkaði-Tóta: Fyrirgefðu aftur! Ég gat varla tjáð mig fyrstu tíu mínúturnar því ég var svo föst í dönskunni og allt kom öfugt út úr mér. Við fórum beint í heimsókn til Diljár og Kristins, ég var mjög glöð að sjá að bumban var ekkert gífurlega stór þó hún eigi að eiga á laugardaginn. Svo fórum við heim til Tótu og beint að sofa, ég setti allt á annan endann hjá henni en það var gott að sjá að hún er búin að koma sér svona vel fyrir.
Mánudeginum var eytt í að afla danskra nauðsynjavara sem ekki fást hérna og setjast inn á Europa og borða den obligatoriske bestu samloku í heimi. Að vísu þurfti ég nú líka að standa drykklanga stund og bíða eftir Diljá í kuldanum á Købmagergade en eyddi þeim tíma í að tala við heimilislausan mann, skoða fólkið í kringum mig og anda að mér jólaandanum. Svo birtist þessi elska í rauðri kápu með aðeins þrjár efstu tölurnar hnepptar og bumbuna út í loftið.
Ég er nú innblásin og endurnýjuð-nema þegar kemur að náminu, enda minnist ég nú ekkert á það. Hef áttað mig á því að þó ég sé búin að fárast yfir því hversu snemma jólavesenið byrjar hér í Edinborg þá eru Danirnir ekkert seinni í því. Það er bara þægilegri stemning yfir því hjá þeim. Hérna snýst þetta um neyslusamfélagið en þar er þetta um hygge, kertaljós og góðan mat. Skammast mín því ekkert fyrir að vera farin að huga að krönsum og jólaskrauti.
|
Jæja, komin til baka frá dejlige Danmark. Allt of stutt dvöl og ég er búin að heita sjálfri mér að sú næsta verður kæmpelang.
Mínir nánustu sem fengu frá mér sms á laugardaginn svohljóðandi: "er búin að síga í björg og láta séfer bíta mig..." eiga líklega skilið að fá skýringu, svona til að róa taugarnar. Séferbitið var af fúsum og frjálsum vilja, ofurhundurinn Jargo er þjálfaður til þess að hlaupa uppi glæpamenn og rífa þá í sig. Við stóðum okkur allar eins og hetjur-myndir fylgja síðar. Allar þrautirnar voru leystar með bros á vör, kannski svolitlum skjálfta en án mikilla áfalla. Versta þrautin kom þó í lokin en hún fól í sér nokkra göngu með bundið fyrir augun og blekkingarvef sem fékk mann til að halda að göngunni lyki með stökki fram af 8 metra háum kletti ofan í ískalt stöðuvatn. Þetta var þó allt til gamans gert og ofsa gaman.
Þegar við komum heim úr svaðilförinni var rétt tími til að skella sér í bað og fínu fötin því þá átti eftir að útbúa matinn. Julefrokost fór vel fram, stelpurnar misstu sig að vana yfir desertvíninu (2 púrtvín, 3 muscat-geri aðrir betur) og síld, flæskesteg og lifrarkæfa runnu ljúflega niður. Um nóttina var hefðin rofin með því að við brugðum okkur út að dansa. Það er nú ekki á hverjum degi sem manni býðst djamm á Borgundarhólmi! Á einu krá bæjarins voru komnar saman fjórar kynslóðir (örugglega allir bæjarbúar nema litlu börnin) og allir skemmtu sér konunglega. Fjórir spjátrungar á sextugsaldri með hormottur og buxnastrenginn í handarkrikunum spiluðu fyrir dansi. Á bassatrommunni var auglýsing frá Din tøjmand-Nalle. Stelpurnar hópuðust fyrir framan gítarleikarann og hömuðust á luftgíturunum sínum og endaði það auðvitað á að hann kom niður á gólf og fílaði athyglina vel. Við skriðum svo heim á svefnloftið hjá Christinu í hollum, sú seinasta drattaðist heim um áttaleytið.
Á sunnudaginn vorum við þó nóg úthvíldar til að ganga svolítið um Rønne og svo flaug ég til Köben þar sem skinnið hún Tóta var búin að bíða í einn og hálfan tíma eftir mér því fluginu seinkaði-Tóta: Fyrirgefðu aftur! Ég gat varla tjáð mig fyrstu tíu mínúturnar því ég var svo föst í dönskunni og allt kom öfugt út úr mér. Við fórum beint í heimsókn til Diljár og Kristins, ég var mjög glöð að sjá að bumban var ekkert gífurlega stór þó hún eigi að eiga á laugardaginn. Svo fórum við heim til Tótu og beint að sofa, ég setti allt á annan endann hjá henni en það var gott að sjá að hún er búin að koma sér svona vel fyrir.
Mánudeginum var eytt í að afla danskra nauðsynjavara sem ekki fást hérna og setjast inn á Europa og borða den obligatoriske bestu samloku í heimi. Að vísu þurfti ég nú líka að standa drykklanga stund og bíða eftir Diljá í kuldanum á Købmagergade en eyddi þeim tíma í að tala við heimilislausan mann, skoða fólkið í kringum mig og anda að mér jólaandanum. Svo birtist þessi elska í rauðri kápu með aðeins þrjár efstu tölurnar hnepptar og bumbuna út í loftið.
Ég er nú innblásin og endurnýjuð-nema þegar kemur að náminu, enda minnist ég nú ekkert á það. Hef áttað mig á því að þó ég sé búin að fárast yfir því hversu snemma jólavesenið byrjar hér í Edinborg þá eru Danirnir ekkert seinni í því. Það er bara þægilegri stemning yfir því hjá þeim. Hérna snýst þetta um neyslusamfélagið en þar er þetta um hygge, kertaljós og góðan mat. Skammast mín því ekkert fyrir að vera farin að huga að krönsum og jólaskrauti.
|