þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Í fréttum...
...er þetta helst: Hellingur að gera, ætlum samt að skjótast yfir til Glasgow á morgun að sjá Anton og Jónssyni. Það verður spennandi að sjá hvort ég get haldið út þessa titrandi kven-/karlrödd heila tónleika, mjög spennandi.
Áðan fór eldvarnarkerfið í gang hér á rannsóknastofunni og allir vísindamennirnir þurftu að fara út í kuldann og standa á gangstéttinni meðan slökkviliðsmenn með súrefniskúta og í sótugum jökkum gengu úr skugga um að allt væri með felldu. Þetta á eflaust eftir að magna enn frekar hálsbólguna sem ég er að þróa með mér.
Í gærkvöldi lenti ég í því að missa mátt og tilfinningu í gjörvöllum hægri fótlegg. Já, ætlaði að stíga í fótinn en fannst þá eins og ég væri ekki með neinn fótlegg, hann bögglaðist undir mér og ég datt á gólfið. Var ég búin að liggja uppi í rúmi við lestur vísindagreina í nokkurn tíma og kenni almennum stirðleika um en ég viðurkenni að ég var ansi skelkuð-svona svipað og þegar ég missti sjónina á hægra auga stundarkorn árið 1999. Það er greinilega eitthvað að hægri hlið líkama míns. Það var nú létt verk og löðurmannlegt að hjóla í skólann í morgun svo þetta hefur bara verið tilfallandi.
Nýja Little Britain þáttaröðin er enn fordómafyllri en hinar fyrri, sum atriðin ramba á barmi ekki-fyndni en ég er samt hrifin af Desiree sem er erkióvinur Bubbles, risavaxin svertingjakona sem segir "bebé" í tíma og ótíma. Svo er gamla konan með óstjórnlegt þvaglát líka stundum fyndin en alveg við það að fara yfir strikið.
Að lokum: "Dularfulla húsráðendahvarfið" er upplýst: Konan sem er í heimsókn er vinkona fjölskyldunnar frá Nýja-Sjálandi sem var svo óheppin að koma til landsins meðan allir voru í burtu. Hún er, held ég, indælis manneskja.
|
...er þetta helst: Hellingur að gera, ætlum samt að skjótast yfir til Glasgow á morgun að sjá Anton og Jónssyni. Það verður spennandi að sjá hvort ég get haldið út þessa titrandi kven-/karlrödd heila tónleika, mjög spennandi.
Áðan fór eldvarnarkerfið í gang hér á rannsóknastofunni og allir vísindamennirnir þurftu að fara út í kuldann og standa á gangstéttinni meðan slökkviliðsmenn með súrefniskúta og í sótugum jökkum gengu úr skugga um að allt væri með felldu. Þetta á eflaust eftir að magna enn frekar hálsbólguna sem ég er að þróa með mér.
Í gærkvöldi lenti ég í því að missa mátt og tilfinningu í gjörvöllum hægri fótlegg. Já, ætlaði að stíga í fótinn en fannst þá eins og ég væri ekki með neinn fótlegg, hann bögglaðist undir mér og ég datt á gólfið. Var ég búin að liggja uppi í rúmi við lestur vísindagreina í nokkurn tíma og kenni almennum stirðleika um en ég viðurkenni að ég var ansi skelkuð-svona svipað og þegar ég missti sjónina á hægra auga stundarkorn árið 1999. Það er greinilega eitthvað að hægri hlið líkama míns. Það var nú létt verk og löðurmannlegt að hjóla í skólann í morgun svo þetta hefur bara verið tilfallandi.
Nýja Little Britain þáttaröðin er enn fordómafyllri en hinar fyrri, sum atriðin ramba á barmi ekki-fyndni en ég er samt hrifin af Desiree sem er erkióvinur Bubbles, risavaxin svertingjakona sem segir "bebé" í tíma og ótíma. Svo er gamla konan með óstjórnlegt þvaglát líka stundum fyndin en alveg við það að fara yfir strikið.
Að lokum: "Dularfulla húsráðendahvarfið" er upplýst: Konan sem er í heimsókn er vinkona fjölskyldunnar frá Nýja-Sjálandi sem var svo óheppin að koma til landsins meðan allir voru í burtu. Hún er, held ég, indælis manneskja.
|