föstudagur, nóvember 04, 2005
Bull og vitleysa
Fjölmiðlar eru orðnir svona eins og kallinn á sápukassanum. Ég trúi varla helmingnum sem þeir segja mér. Í gærkvöldi var ein fréttin um það hversu lélegt gamla fólkið er að kynda því það er svo dýrt. Fyrirsögnin var þessi: "Hundreds of pensioners could die as a result of this coming harsh winter". Þá þótti fréttakonunni snoppufríðu sem sagt ástæða til að óttast um líf þessa fólks vegna þess að veðurstofan er búin að spá svo köldum vetri. Svo voru sýndar svarthvítar myndir af fannfergi miklu og lest sem ruddi sér leið gegnum himinháa skafla og áhorfendur spurðir hvort þeir myndu örugglega ekki eftir þessum kalda vetri um miðja síðustu öld. Mitt svar var nei, eins og eflaust flestra annarra. Ég ákvað að vera ekkert að hafa áhyggjur af gamla fólkinu því í síðustu viku sagði fréttakonan mér að það færi allt í fuglaflensunni.
Svo var aðalfréttin í gær sú að báðir leikararnir sem leika einhverja Mitchell bræður í Austurbæingunum (eins og EastEnders hét á rúv hér um árið) urðu fyrir líkamsárásum í fyrrinótt, annar af hendi eiginkonu sinnar og hinn lenti í fyrrverandi kærustu. Þessir menn eru víst fautar hinir mestu í þáttunum.
Í morgun komst ég hins vegar að því að Guðmundur hefur aldrei heyrt hinn rómaða og árangursríka áróðursöng "K-A-F-F-I" (bróðir "B-I-B-L-Í-A") sem ég kyrjaði fyrir hann hátt og snjallt með nóttina í hálsinum. Hann kvað Vestmannaeyinga hafa verið of upptekna við að afla þjóðarbúinu 10% innflutningstekna (kemur vergr þjóðarframleiðslu þessu eitthvað við? Það væri nú dúndur.....) til þess að kenna tónlist í barnaskólum. Auk þess hafa börnin örugglega dregið fram lífið á kaffidrykkju með hertar sultarólar meðan foreldrarnir strituðu í fisknum. Bévítans gúanóið, maður! En ég spyr þá hér með mína lesendur hvort þeir kunni ekki þetta lag? Ég hélt að allir kynnu það! Það væri nú gaman að gera úttekt á milli landshluta en þar sem mínir netvinir eru langflestir af suðvesturhorninu (nema einn úr Stykkishólmi) verður það líklega ekki hægt.
|
Fjölmiðlar eru orðnir svona eins og kallinn á sápukassanum. Ég trúi varla helmingnum sem þeir segja mér. Í gærkvöldi var ein fréttin um það hversu lélegt gamla fólkið er að kynda því það er svo dýrt. Fyrirsögnin var þessi: "Hundreds of pensioners could die as a result of this coming harsh winter". Þá þótti fréttakonunni snoppufríðu sem sagt ástæða til að óttast um líf þessa fólks vegna þess að veðurstofan er búin að spá svo köldum vetri. Svo voru sýndar svarthvítar myndir af fannfergi miklu og lest sem ruddi sér leið gegnum himinháa skafla og áhorfendur spurðir hvort þeir myndu örugglega ekki eftir þessum kalda vetri um miðja síðustu öld. Mitt svar var nei, eins og eflaust flestra annarra. Ég ákvað að vera ekkert að hafa áhyggjur af gamla fólkinu því í síðustu viku sagði fréttakonan mér að það færi allt í fuglaflensunni.
Svo var aðalfréttin í gær sú að báðir leikararnir sem leika einhverja Mitchell bræður í Austurbæingunum (eins og EastEnders hét á rúv hér um árið) urðu fyrir líkamsárásum í fyrrinótt, annar af hendi eiginkonu sinnar og hinn lenti í fyrrverandi kærustu. Þessir menn eru víst fautar hinir mestu í þáttunum.
Í morgun komst ég hins vegar að því að Guðmundur hefur aldrei heyrt hinn rómaða og árangursríka áróðursöng "K-A-F-F-I" (bróðir "B-I-B-L-Í-A") sem ég kyrjaði fyrir hann hátt og snjallt með nóttina í hálsinum. Hann kvað Vestmannaeyinga hafa verið of upptekna við að afla þjóðarbúinu 10% innflutningstekna (kemur vergr þjóðarframleiðslu þessu eitthvað við? Það væri nú dúndur.....) til þess að kenna tónlist í barnaskólum. Auk þess hafa börnin örugglega dregið fram lífið á kaffidrykkju með hertar sultarólar meðan foreldrarnir strituðu í fisknum. Bévítans gúanóið, maður! En ég spyr þá hér með mína lesendur hvort þeir kunni ekki þetta lag? Ég hélt að allir kynnu það! Það væri nú gaman að gera úttekt á milli landshluta en þar sem mínir netvinir eru langflestir af suðvesturhorninu (nema einn úr Stykkishólmi) verður það líklega ekki hægt.
|