<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 21, 2005

Af almennri vanlíðan

Ein fyrirsögn moggans segir að þjónusta við öryrkja sé "alveg ófullnægjandi"....jahså, moggi litli.

Annars hefur líf mitt verið "alveg ófullnægjandi" undanfarna daga. Átti hræðilegan leiðbeinendafund með hræðilegum leiðbeinendum á föstudaginn þar sem var hlegið upp í opið geðið á mér fyrir það að vera ekki búin að skrifa innganginn. Laugardagurinn byrjaði með málfundi Dalai Lama og félaga í Usher Hall og var sæmilegur, sérstaklega því hann fór í jólakransagerð. Sunnudagurinn var alger eymd, þunglyndi og grenj. Kórónaði verkið með því að brenna mig á maganum á sjóðheitri handklæðastönginni en það gaf mér þó alla vega afsökun til að gráta eins og ég ætti lífið að leysa.

Hitti svo bévítans ekkisens Simon í morgun og hann sagði að ég hefði verið "vague" í tilsvörum á föstudagsfundinum. Hann sem sat og glápti út í loftið, hefur ekki leyst neitt af þremur verkefnum sem hann þarf að leysa til að ég komist áfram í þessari ólukku og er almennt mjög "vague" maður sjálfur-AAAAARGH! Og hvenær ætlar hann að gefa mér einhverjar athugasemdir um þennan kafla sem ég er búin að skrifa nú þegar (þó hann segi að ég sé ekki búin að skrifa neitt)?

Jæja, nóg af kveini, það eru víst einhverjir sem eiga verri daga en ég.

Og, Inga Lilý: Ég verð nú bara á Hellubrautinni yfir hájólin, svo þú mátt endilega senda jólakort þangað ;)

|