<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 20, 2005

Viðskipti dagsins

Gúlp! Var að enda við að gera heljar viðskipti á netinu. Í fyrsta lagi keypti ég mér flugfar til Borgundarhólms (hvern langar ekki til Borgundarhólms?) í nóvember og svo keypti ég mér utanáliggjandi harðan disk að sífelldri og kappsamri áeggjan bróður míns. Og af því að hann gerði mig afskaplega hamingjusama nú í vikunni þá geri ég þetta bara fyrir hann.

Ég lenti nefnilega í því að missa allar stafrænu ljósmyndirnar mínar í ginið á heimskri Macintosh tölvu (hún varð fyrir vikið ógeðslega mikil óvinkona mín og ég hreyti ónotum í hana við hvert tækifæri) af því ég var svo mikill auli að geyma þær allar á geisladiski og hvergi annars staðar. Brá ég á það örþrifaráð að spyrja Magnús hvort hann gæti bjargað mér, sendi honum diskinn og fékk svo þær gleðifréttir að honum hefði sko bara tekist að bjarga myndunum. Nú ætla ég svo framvegis að geyma þær á þessum utanáliggjandi harða diski og hver veit nema ég geymi doktorsritgerðarefnið mitt þar líka...hmmmm...góð hugmynd eða hvað??

Af doktorsritgerðinni er annars það að frétta að ég massaði fundinn í gær, skilaði kaflanum og bíð eftir athugasemdum við hann. Þaggaði niður í leiðbeinandanum með kaldhæðnum athugsemdum, svo nú veit hún hvar Davíð keypti ölið. Úr rannsóknastofunni er það að frétta að aftur brotnaði samstarfskona mín saman og grét-sko ekki sama og síðast. Ég veit ekki hvað er eiginlega að mér-ekki fundið fyrir minnstu þörf til að grenja enn sem komið er.

Ef ég ætti að velja mér nýtt starf myndi ég vilja starfa við að búa til leirkallana í leirkallateiknimyndum-breyta um svip á þeim þrisvar sinnum á sekúndu. Ekki svona eins og leirkallarnir tveir frá Tékklandi (eða hvaðan þeir nú voru) heldur eins og í Wallace and Gromit sem ég sá í gær í kvikmyndahúsi. Í nærmyndunum mátti greina fingraför brúðugerðarkallanna, sjarmerandi!

|