þriðjudagur, október 04, 2005
Jæja lesendur góðir, velkomnir að skjánum!
Nú er ég enn á ný stödd í Edinborg og hefjast þá skrifin á ný.
Lenti um hádegi á föstudaginn-afmælisdaginn minn (takk fyrir afmælisóskirnar Inga, var bara ekki búin að sjá þær fyrr en nú-og til hamingju sjálf! Ég er algjör lúði, ég veit) og var strax hrifin á braut í rómantíska helgarferð af mínum umhyggjusama ástmegi.
Leiðin lá til Oxford og var keyrt af stað síðdegis og ekið fram í myrkur. Þá var farið að huga að næturstað og eftir mikla leit í hinu huggulega þorpi Warrington fannst að lokum eitt einasta hótel sem hafði einmitt eitt laust herbergi fyrir okkur. Var það staðsett efst undir súð, afskaplega huggulegt. Við lögðumst fljótlega til hvílu undir bráðskemmtilegum tónum Jerry Lee Lewis eftirhermu sem skemmti þakklátum gestum (þar á meðal okkur) frá hótelbarnum. Rúmið reyndist skemmtilega gormkennt og veitti nudd alla nóttina svo verkjaði í alla vöðva morguninn eftir. Um miðja nótt kynntumst við svo nágrönnum okkar í næstu herbergjum, voru þeir með eindæmum hressir og fóru ekki í grafgötur með það. Þeir virtust ýmist tala Norðurensku eða Finnsku og grunar mig að um tvo aðskilda hópa hafi verið að ræða.
Dagurinn var tekinn snemma (með hjálp Finnanna) og lagt í næsta áfanga ferðarinnar. Við náðum til Oxford í tæka tíð til að heyra Mark Lynas átrúnaðargoð GHG flytja þrumuræðu á græningjafundi og svo var tekið eitt stykki viðtal við hann (tilgangur ferðarinnar) og þá vorum við frjáls okkar ferða. Gengum aðeins um Oxford, kíktum í nokkrar skemmtilegar búðir og fengum okkur að borða. Ókum svo til Blenheim Palace, þar sem Winston Churchill fæddist og er gríðarstór höll sem er í eigu lávarðsins af Marlborough. Allt of stór fyrir eina fjölskyldu og öll herbergin eins þó þau eigi að heita annað hvort í enskum eða frönskum barokkstíl. Risastórt safn bóka sem eru örugglega aldrei lesnar osfrv. Svo ákváðum við að toppa fyrri nótt og gista í jafnvel huggulegri bæ: Stratford upon Avon (þar sem Shakespeare fæddist) og það var alveg ágætlega heppnað, nema þar var ekkert gormanudd, næturskemmtan eða samskipti við hina gestina. Nújæja, maður fær ekki alltaf allt.
Stoppuðum svo á sunnudaginn í Windemere í Lake District og fengum okkur hádegismat, einstaklega huggulegt og svo var Gardeners' Question Time einmitt útvarpað þaðan þann daginn svo það gat ekki verið betra.
En svo var líka bara gott að komast heim.
PS: Ku: ég get sko alveg nefnt þessar 500 skepnur, ætla bara að stofna sér blogg fyrir það síðar.
|
Nú er ég enn á ný stödd í Edinborg og hefjast þá skrifin á ný.
Lenti um hádegi á föstudaginn-afmælisdaginn minn (takk fyrir afmælisóskirnar Inga, var bara ekki búin að sjá þær fyrr en nú-og til hamingju sjálf! Ég er algjör lúði, ég veit) og var strax hrifin á braut í rómantíska helgarferð af mínum umhyggjusama ástmegi.
Leiðin lá til Oxford og var keyrt af stað síðdegis og ekið fram í myrkur. Þá var farið að huga að næturstað og eftir mikla leit í hinu huggulega þorpi Warrington fannst að lokum eitt einasta hótel sem hafði einmitt eitt laust herbergi fyrir okkur. Var það staðsett efst undir súð, afskaplega huggulegt. Við lögðumst fljótlega til hvílu undir bráðskemmtilegum tónum Jerry Lee Lewis eftirhermu sem skemmti þakklátum gestum (þar á meðal okkur) frá hótelbarnum. Rúmið reyndist skemmtilega gormkennt og veitti nudd alla nóttina svo verkjaði í alla vöðva morguninn eftir. Um miðja nótt kynntumst við svo nágrönnum okkar í næstu herbergjum, voru þeir með eindæmum hressir og fóru ekki í grafgötur með það. Þeir virtust ýmist tala Norðurensku eða Finnsku og grunar mig að um tvo aðskilda hópa hafi verið að ræða.
Dagurinn var tekinn snemma (með hjálp Finnanna) og lagt í næsta áfanga ferðarinnar. Við náðum til Oxford í tæka tíð til að heyra Mark Lynas átrúnaðargoð GHG flytja þrumuræðu á græningjafundi og svo var tekið eitt stykki viðtal við hann (tilgangur ferðarinnar) og þá vorum við frjáls okkar ferða. Gengum aðeins um Oxford, kíktum í nokkrar skemmtilegar búðir og fengum okkur að borða. Ókum svo til Blenheim Palace, þar sem Winston Churchill fæddist og er gríðarstór höll sem er í eigu lávarðsins af Marlborough. Allt of stór fyrir eina fjölskyldu og öll herbergin eins þó þau eigi að heita annað hvort í enskum eða frönskum barokkstíl. Risastórt safn bóka sem eru örugglega aldrei lesnar osfrv. Svo ákváðum við að toppa fyrri nótt og gista í jafnvel huggulegri bæ: Stratford upon Avon (þar sem Shakespeare fæddist) og það var alveg ágætlega heppnað, nema þar var ekkert gormanudd, næturskemmtan eða samskipti við hina gestina. Nújæja, maður fær ekki alltaf allt.
Stoppuðum svo á sunnudaginn í Windemere í Lake District og fengum okkur hádegismat, einstaklega huggulegt og svo var Gardeners' Question Time einmitt útvarpað þaðan þann daginn svo það gat ekki verið betra.
En svo var líka bara gott að komast heim.
PS: Ku: ég get sko alveg nefnt þessar 500 skepnur, ætla bara að stofna sér blogg fyrir það síðar.
|