<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 24, 2005

Ég vil ekki vachna!

Mig dreymdi svo skemmtilegan draum í morgunsárið. Þar kom við sögu Ungverjalandsferð, afsöguð haglabyssa, Helgi og Tóta, Diljá, Köben og tvö baðkör í svefnherberginu. Það þarf ekki að taka það fram að ég svaf yfir mig og mætti allt of seint til vinnu.

Annað í fréttum er að frá og með brautskráningu kandidata á laugardaginn er sagnfræðingstitill Guðmundar í höfn.
Og 21. október, haustjafndægur, ól hún Heidi vinkona mín stúlkubarn og ég er þar með orðin tante. Eða þannig.

Svo fórum við út á laugardagskvöldið og hittum bunka af Íslendingum, þar á meðal fyrrverandi rektorshjón á Hvanneyri sem fóru á kostum í ættfræðinni, glerlistakonu og smið frá Ísafirði og annað skemmtilegt fólk.

|