<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 18, 2005

Ekkert að gerast

Maður sér stundum handa- og fótafyrirsætur og jafnvel eyrna- og augna- en ég uppgötvaði í gær ömurlegasta fyrirsætugigg í heimi: Hnakkamódel í IKEA bæklingnum. Þar sjást (undurfríðar?) stúlkur liggja makindalega á dúnmjúkum koddum. Verst að myndirnar eru af hnakkanum á þeim og þær eru ekki einu sinni í fókus.

Annars er það að frétta að ég dunda mér við að búa til munstur í pípettukassana á rannsóknastofunni, farin að hjóla í skólann (svimi svimi svitabað) og á að skila fyrsta kaflanum í doktorsritgerðinni á morgun. Kvíði því ekki hið minnsta-á ég að hafa áhyggjur af því?

|