þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Jibbíjeiji!
Já...það má vel vera að ég sé hégómleg en ég gleðst samt sem áður innilega yfir því að í dag fékk ég loksins dýralæknagallann sem ég er búin að bíða eftir í allt sumar og hef ekki þorað að spyrja hjúkkurnar hvað hafi orðið um því þær eru nornir. Í hann er saumað hið fínasta flúr, skjaldarmerki Royal Dick og upphafsstafir skólans R(D)SVS. Undir þessum herlegheitum er svo ísaumað mitt fagra nafn. Þýðir þetta nú vonandi að ég fæ að halda mínum galla útaf fyrir mig og þarf ekki að þola gallaleysi framar. Auk þess sem þetta er bara ofsalega smart flík. Aftur: Jibbí!
Nú það var líka ekki seinna vænna því nú fer tilrauninni senn að ljúka og ég að skjótast til Íslands eftir fimm daga. Ég á bara eftir að setja þrjár undir graddann hann Derry og taka úr þeim sýni og þá er ahbú. Tvær verða væntanlega tilkippilegar á morgun og vonandi ekki langt í þá síðustu. Ég er nú orðin ansi vön í umgangi við graðhesta, skola skaufa með annarri og tek sýni með hinni. En þess má nú geta að Derry blessaður er ljúflingur hinn mesti og því ekki að búast við miklu skítkasti frá honum.
Aðstoðarmaður minn Paul sem hefur frá mörgu að segja kann sögu af ungri stúlku sem var svipt höfuðleðrinu af æstum graðhesti. Hann hafði teygt sig út úr bás sínum, náð taki á hárinu á henni og tekið til við að hrista hana eins og tuskudúkku. Fór eins og fyrr sagði að losnaði á henni höfuðleðrið og sitthvað fleira. Mun hafa verið hryssa í látum einhvers staðar nærri.
Paul kann margar svona sögur og virðist sagnabrunnur hans seint þrjóta. Mér er svo sem sama hvort þær eru sannar eða lognar. Man einhver eftir teiknimyndinni um sagnaþulinn sem byrjaði með laginu "Ég er sagnaþulur, segi sögur löndum fraaaaaá"? Hann spilaði á lútu og var örugglega með Hróa Hattar hatt. Við söngluðum þetta gjarnan systkinin, þetta var svo dæmalaust væmið eitthvað.
Já, nú er ég farin að bulla og rugla, enda kominn tími að setja eitthvað gott í magann.
Tschüss!
|
Já...það má vel vera að ég sé hégómleg en ég gleðst samt sem áður innilega yfir því að í dag fékk ég loksins dýralæknagallann sem ég er búin að bíða eftir í allt sumar og hef ekki þorað að spyrja hjúkkurnar hvað hafi orðið um því þær eru nornir. Í hann er saumað hið fínasta flúr, skjaldarmerki Royal Dick og upphafsstafir skólans R(D)SVS. Undir þessum herlegheitum er svo ísaumað mitt fagra nafn. Þýðir þetta nú vonandi að ég fæ að halda mínum galla útaf fyrir mig og þarf ekki að þola gallaleysi framar. Auk þess sem þetta er bara ofsalega smart flík. Aftur: Jibbí!
Nú það var líka ekki seinna vænna því nú fer tilrauninni senn að ljúka og ég að skjótast til Íslands eftir fimm daga. Ég á bara eftir að setja þrjár undir graddann hann Derry og taka úr þeim sýni og þá er ahbú. Tvær verða væntanlega tilkippilegar á morgun og vonandi ekki langt í þá síðustu. Ég er nú orðin ansi vön í umgangi við graðhesta, skola skaufa með annarri og tek sýni með hinni. En þess má nú geta að Derry blessaður er ljúflingur hinn mesti og því ekki að búast við miklu skítkasti frá honum.
Aðstoðarmaður minn Paul sem hefur frá mörgu að segja kann sögu af ungri stúlku sem var svipt höfuðleðrinu af æstum graðhesti. Hann hafði teygt sig út úr bás sínum, náð taki á hárinu á henni og tekið til við að hrista hana eins og tuskudúkku. Fór eins og fyrr sagði að losnaði á henni höfuðleðrið og sitthvað fleira. Mun hafa verið hryssa í látum einhvers staðar nærri.
Paul kann margar svona sögur og virðist sagnabrunnur hans seint þrjóta. Mér er svo sem sama hvort þær eru sannar eða lognar. Man einhver eftir teiknimyndinni um sagnaþulinn sem byrjaði með laginu "Ég er sagnaþulur, segi sögur löndum fraaaaaá"? Hann spilaði á lútu og var örugglega með Hróa Hattar hatt. Við söngluðum þetta gjarnan systkinin, þetta var svo dæmalaust væmið eitthvað.
Já, nú er ég farin að bulla og rugla, enda kominn tími að setja eitthvað gott í magann.
Tschüss!
|