laugardagur, ágúst 06, 2005
Í gærmorgun...
...vaknaði ég með brennandi hálsbólgu, svona sem svíður alveg niður eftir öllu. Ég efast ekki um að ef ég hefði getað spúað eldi hefði ég bara reynt. Þurfti að rífa mig upp snemma til að hitta merarnar mínar í síðasta skipti fyrir Íslandsför. Þurfti að taka sýni úr Polly litlu sem ekki er meymeri lengur. Á leiðinni tók ég til að syngja með útvarpinu og brá all svakalega því ég hljómaði eins og Whoopi Goldberg. Það var samt rosa gaman að vera með svona rödd og ég vandaði mig að ræskja mig nú ekki, sama hvað mig klæjaði. Eitthvað þurfti ég nú að ræskja mig samt og hækkaði röddin örlítið við það en hún var ennþá flottari fyrir vikið því ég gat sagt "hello Joe!" alveg eins og grandma Flanders. Vá!
En blessunin hún Polly stóð sig eins og hetja og nú er svo komið að tilrauninni er lokið, allar sýnatökur hafa heppnast og ég get með góðri samvisku stokkið af landi brott. Er nú búin að þrífa skrifstofuna í síðasta skipti í þetta sinn, búin að taka inn tvo blómkálshausa, fimm rauðbeður og fjögur zucchini, sjóða rauðbeðurnar niður og þarf nú að þrífa íbúðina líka. Tjah, hvenær skyldi ég ná að pakka niður?
Hittumst heil!
Kys og kram og knus
|
...vaknaði ég með brennandi hálsbólgu, svona sem svíður alveg niður eftir öllu. Ég efast ekki um að ef ég hefði getað spúað eldi hefði ég bara reynt. Þurfti að rífa mig upp snemma til að hitta merarnar mínar í síðasta skipti fyrir Íslandsför. Þurfti að taka sýni úr Polly litlu sem ekki er meymeri lengur. Á leiðinni tók ég til að syngja með útvarpinu og brá all svakalega því ég hljómaði eins og Whoopi Goldberg. Það var samt rosa gaman að vera með svona rödd og ég vandaði mig að ræskja mig nú ekki, sama hvað mig klæjaði. Eitthvað þurfti ég nú að ræskja mig samt og hækkaði röddin örlítið við það en hún var ennþá flottari fyrir vikið því ég gat sagt "hello Joe!" alveg eins og grandma Flanders. Vá!
En blessunin hún Polly stóð sig eins og hetja og nú er svo komið að tilrauninni er lokið, allar sýnatökur hafa heppnast og ég get með góðri samvisku stokkið af landi brott. Er nú búin að þrífa skrifstofuna í síðasta skipti í þetta sinn, búin að taka inn tvo blómkálshausa, fimm rauðbeður og fjögur zucchini, sjóða rauðbeðurnar niður og þarf nú að þrífa íbúðina líka. Tjah, hvenær skyldi ég ná að pakka niður?
Hittumst heil!
Kys og kram og knus
|