mánudagur, júlí 25, 2005
Your passion for glory
Það var alveg frábær sjón sem mætti mér í sólinni og hitanum á South Clark Street á laugardaginn: Eftir gangstéttinni kom arkandi ungur maður sem var greinilega ánægður með sjálfan sig. Hann var ber að ofan og státaði af strjálloðinni og næpuhvítri fuglsbringu en annars var hann í rústrauðum útvíðum flauelsbuxum með stóra beltissylgju. Svo var hann með axlasítt þunnt hár sem sveiflaðist í hverju skrefi og þriggjadaga skegg við, minnti svolítið á persónu Luke Wilsons í Royal Tennenbaums. Það besta við þessa sjón var hins vegar að einmitt á sama tíma (og í takt við skref unga mannsins) hljómaði byrjunin á Eye of the Tiger í botni í bílnum hjá mér. Reddaði deginum.
|
Það var alveg frábær sjón sem mætti mér í sólinni og hitanum á South Clark Street á laugardaginn: Eftir gangstéttinni kom arkandi ungur maður sem var greinilega ánægður með sjálfan sig. Hann var ber að ofan og státaði af strjálloðinni og næpuhvítri fuglsbringu en annars var hann í rústrauðum útvíðum flauelsbuxum með stóra beltissylgju. Svo var hann með axlasítt þunnt hár sem sveiflaðist í hverju skrefi og þriggjadaga skegg við, minnti svolítið á persónu Luke Wilsons í Royal Tennenbaums. Það besta við þessa sjón var hins vegar að einmitt á sama tíma (og í takt við skref unga mannsins) hljómaði byrjunin á Eye of the Tiger í botni í bílnum hjá mér. Reddaði deginum.
|