<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Unglamb?

Þegar ég var nítján var ég alltaf með maskara og augnblýant á mér í skólanum til þess að geta bætt á mig í tímum. Sat þá með beyglaðan munninn og málaði augun á mér svartari og svartari eftir því sem dagurinn leið. Juuuuminn eini. Svo var ég í glansandi spandexbuxum og mórauðri lopapeysu við. Á ég ekki að taka þennan stíl upp aftur? Ég sakna hans. Vissi ekki að ég væri orðin svona göööömul!

|