<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Þúst...bara...æ...EFFEMM!

Klæðaburðarviðtal við "dagskrár"stjóra Effemm og Popptíví: "Ég nota gallabuxur níutíu prósent af tímanum...", og:"Ég er mikið í Diesel-gallabuxum því þær hafa verið að passa vel upp á síðkastið". "Gubb, gubb, grett, grett"

Annað hvort hefur blaðamaður Fréttablaðsins góða kímnigáfu og leyfir "dagskrár"stjóranum að njóta sín eða hann hefur ekkert vit á íslensku máli. Fyrri tilvitnunin er bara beinþýdd enska og seinni tilvitnunin....tjah....bæði málfarið og inntakið fer fyrir ofan garð og neðan.

Ég er svo spennt fyrir fyrsta fundi Málfarsfasistanna sem haldinn verður á Fróni í haust....jííííí!

|