<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 04, 2005

Ólgutímar

Helgarfríið mitt hefur farið í mótmælagöngur og kröfufundi. Ætla mætti að ég væri búin að kúvenda og gerast stjórnleysingi, mótmælandi af lífi og sál. Það er þó ekki svo brjálæðislegt, heldur var mótmælagangan hér í Edinborg á laugardaginn fjölskylduviðburður þar sem afar og ömmur, smábörn og unglingar voru öll voða stillt og glöð og mynduðu hvítan hring um miðborgina. Þátttakendur voru 250.000, fleiri en á Live 8 í London.

Hvers vegna þurfti sir Bob að taka alla athyglina? Af hverju máttu stjörnurnar sem komu fram ekki segja eitt orð um g8 og George Bush-var g8 ekki ástæða tónleikanna? Af hverju getur sir Paul ekki gefið einn hundraðasta af auði sínum frekar en að syngja Sgt. Pepper's? Af hverju voru fréttamennirnir uppteknari af upphandleggsvöðvunum á Madonnu en af fátæku börnunum í Afríku? Hvers vegna var ekki sagt eitt orð um þessar aðgerðir í Edinborg í fréttum Ríkissjónvarpsins? Hvers vegna þykir fréttamanni Sjónvarps meira koma til skoðana franska fjármálaráðherrans á live 8 tónleikunum en mótmælanna í Edinborg?

Já, á mér brenna margar spurningar og við skulum ekki gleyma að mótmælin í Edinborg voru skipulögð löngu áður en sir Bob ákvað að blása til þessara tónleika.

|