<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Ég er að hugsa...

....um að gera gjörning á skrifstofunni sem ég þríf á kvöldin. Útbúa dagblaðaforsíður með fyrirsögnum sem eiga við um samband mitt við sóðana sem þar vinna. Eitt skal yfir alla ganga en sumir eru frekar venjulegir (vil nú ekki segja snyrtilegir) og fara bara ekkert í taugarnar á mér svo ég á erfitt með að finna fyrirsögn við hæfi fyrir þá. Svo eru líka aðrir sem myndu kannski taka því verr en aðrir, til dæmis maðurinn sem er þunglyndur með ofsóknaræði.

Þær fyrirsagnir sem mér líst best á eru:

"Office cleaner dies of horrible disease contracted from tissue paper in wastebasket" á skrifborðið hjá þessum með ruslafötu fulla af horklósettpappír sem ég þarf alltaf að tína upp.

"Office cleaner found near death after weekend stuck to Britain's stickiest wastebasket" á skrifborðið hjá þeim með tyggjóklessur og ávaxtasafaslettur upp um alla ruslafötu.

"Office cleaner drowns in yoghurt oozing from wastebasket" hjá konunni sem hendir hálfkláruðum jógúrtdollum í ruslakörfuna svo ég makast öll út í vibbanum við að tæma hana.

"Office cleaner hits head on desk, dies, after slipping on pistachio shells on floor" hjá stelpunni sem étur pistasíur eins og hross og hendir utanafinu ekki í ruslið heldur lætur það flæða um öll gólf.

"Office cleaner breaks spine after lifting lazy person's heavy wastebasket" hjá bévítans símadömunni sem fyllir ruslafötuna af þungum bæklingum og múrsteinum (sure feels like it!) og er svo löt að hún getur ekki labbað tíu skref til að henda þessu í tunnuna.

Ef einhverjir hafa hugmyndir að fyrirsögn fyrir ofsóknaróða manninn sem ekki koma af stað kasti hjá honum, látið mig vita. Svo er líka ein sem fer svo rosalega úr hárum að stóllinn hennar líkist snjómanninum ógurlega. Og svo ein sem sullar alltaf kaffi niður eftir skrifborðinu sínu. Fólk er fífl.

Annars er ég nú í góðu skapi, svona ef þið efuðust um það!

|