fimmtudagur, júlí 14, 2005
Athafnaupptalning
Puuuha, þá er ég úr helju heimt. Kærasti fyrst og merar svo hafa átt hug minn allan síðustu tvær vikur. Eftir öll þessi mótmæli síðustu viku spókuðum við okkur í sólinni í St. Andrews eins og áður hefur verið kunngjört og svo var bara kominn tími fyrir litla strákaling að halda heim til Íslands að hitta Litla Rauð son sinn. Honum lá nú ekki meira á en svo að hann lét eftir sér að bíða heila sjö tíma eftir að fara í loftið og lifði í vellystingum á 5 punda sárabótainneign á kaffihúsi Glasgowflugvallar (þ.e.a.s í það kortér sem hún náði að halda honum söddum).
Nú, á meðan var ég í tuttuguogeitthvaðmikið stiga hita og glaðasólskini í garðinum mínum að sinna baunagrösum og kúrbítsplöntum. Náði mér í fína brúnku og var dösuð og sæl eftir daginn.
Og daginn eftir byrjaði svo þessi heljarvika sem hefur farið í stanslausar sýnatökur úr fimm merum. Það var aldeilis að tilraunin komst í gang! Ég er búin að vera í fullum dýralæknaherklæðum og stáltárstígvélum í tæpra þrjátíu stiga hita allan liðlangan daginn, hlaupandi fram og aftur í stresskasti eins og mér einni er lagið enda eru aumir vöðvar aldeilis farnir að segja til sín. Í gærkvöldi fór ég svo í bíó með góðum vinum, sáum War of the Worlds og hún var aðeins of æsingsleg fyrir mig. Ég hálflá í sætinu allan tímann með fingur í eyrum og rifuð augu. Ég ætti kannski að lesa ævisögu HG Wells sem ég er með í pössun...
...en myndin hafði sem sagt þau áhrif að ég var sannfærð um í svefnmókinu í morgun að það væru einhverjir þrífætlingar á ferð hér í Edinborg og ég var að reyna að skipuleggja hvernig ég kæmist leiðar minnar þar sem þeir væru búnir að hertaka veg A902.
Talandi um þrífætlinga: Ég sá um daginn strák sem var alveg eins og Bean Pole, uppáhaldssöguhetja okkar systkina í Þrífætlingunum sem sýndir voru á RÚV á sínum tíma. Það yljaði mér um hjartarætur.
|
Puuuha, þá er ég úr helju heimt. Kærasti fyrst og merar svo hafa átt hug minn allan síðustu tvær vikur. Eftir öll þessi mótmæli síðustu viku spókuðum við okkur í sólinni í St. Andrews eins og áður hefur verið kunngjört og svo var bara kominn tími fyrir litla strákaling að halda heim til Íslands að hitta Litla Rauð son sinn. Honum lá nú ekki meira á en svo að hann lét eftir sér að bíða heila sjö tíma eftir að fara í loftið og lifði í vellystingum á 5 punda sárabótainneign á kaffihúsi Glasgowflugvallar (þ.e.a.s í það kortér sem hún náði að halda honum söddum).
Nú, á meðan var ég í tuttuguogeitthvaðmikið stiga hita og glaðasólskini í garðinum mínum að sinna baunagrösum og kúrbítsplöntum. Náði mér í fína brúnku og var dösuð og sæl eftir daginn.
Og daginn eftir byrjaði svo þessi heljarvika sem hefur farið í stanslausar sýnatökur úr fimm merum. Það var aldeilis að tilraunin komst í gang! Ég er búin að vera í fullum dýralæknaherklæðum og stáltárstígvélum í tæpra þrjátíu stiga hita allan liðlangan daginn, hlaupandi fram og aftur í stresskasti eins og mér einni er lagið enda eru aumir vöðvar aldeilis farnir að segja til sín. Í gærkvöldi fór ég svo í bíó með góðum vinum, sáum War of the Worlds og hún var aðeins of æsingsleg fyrir mig. Ég hálflá í sætinu allan tímann með fingur í eyrum og rifuð augu. Ég ætti kannski að lesa ævisögu HG Wells sem ég er með í pössun...
...en myndin hafði sem sagt þau áhrif að ég var sannfærð um í svefnmókinu í morgun að það væru einhverjir þrífætlingar á ferð hér í Edinborg og ég var að reyna að skipuleggja hvernig ég kæmist leiðar minnar þar sem þeir væru búnir að hertaka veg A902.
Talandi um þrífætlinga: Ég sá um daginn strák sem var alveg eins og Bean Pole, uppáhaldssöguhetja okkar systkina í Þrífætlingunum sem sýndir voru á RÚV á sínum tíma. Það yljaði mér um hjartarætur.
|