<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 17, 2005

Gleðilegan þjóðhátíðardag, kæru landar!

Hér er "sticky" veður, óskaplega hlýtt og mjög rakt. Ég líð þess vegna vítiskvalir í dýralæknagallanum og stáltárstígvélum, eins og ég er nú heitfeng! Er að fara að gera fyrstu frumuræktartilraun lífs míns, tek lífsýni úr meri og rækta það áfram. Spennt að sjá hvernig það mun ganga enda var ég hujper stressuð í morgun með ristilkrampa yfir því að ég næði ekki að skanna allar merarnar og sprauta þær sem þurfti að sprauta. Auk þess þurfti ég að ná í skottið á meri í krufningastofunni áður en allt væri búið.

Róaðist þó mikið þegar Javier fór yfir listann með mér og Velvet reyndist læknuð af legbólgunni og Paul í krufningastofunni passaði að legið úr hræinu færi ekki forgörðum. Svona er nú róandi að fá aðstoð frá góðu fólki. Jæja, nú þarf ég að stökkva út og ná í þetta lífsýni svo mér vinnist tími í rannsóknastofunni.

Svo vona ég að ég nái í skottið á 17. júní garðveislunni sem haldin er heima í Liberton House seinnipartinn. Það á að setja upp blaknetið og allt!

|