<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 23, 2005

Fimmtudagspistill

Á þriðjudagskvöldum horfi ég alltaf á Grissom og félaga. Á þriðjudagskvöldum þar sem ég sit niðursokkin í ævintýr Grissoms og félaga, hringir ávallt minn kæri ástmaður. En pistill þessi á ekki að fjalla um þá skemmtilegu endurteknu tilviljun heldur það hvað Grissom og co eru stundum alveg óþolandi klárir, galdra sannanir upp úr engu. Til dæmis á þriðjudaginn var þegar þá fýsti að vita hvað skrafað hefði verið á leirlistanámskeiði nokkru. Skipti þá engum togum heldur skelltu þeir upp á grammófón leirkeri sem hafði verið á snúningsskífunni meðan á samtalinu stóð og létu grammófónnálina leika um rákirnar. Komu þá í ljós orðin "Bobby" og "Engill" og var þá málið á undraverðan hátt leyst þó það hefði verið í algjörum hnút augnablikum áður. Guuubbbb.

Mér fannst ræða Halldórs þykjustuforsætisráðherra (eða sá bútur sem ég heyrði af henni) alveg ofsalega klaufaleg og í henni ljótt málfar. Davíð er þó ljóðmæltur. Ég vil fá nýjan forsætisráðherra, mann með metnað og lífsgleði. Ekki klaufalegan svefngengil.

|