<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 29, 2005

Casualty report

Mig er rétt hætt að klæja í mýbitin hundraðogtuttugu og svíða í sólbrunann gjörvalla sem ég náði mér í í mollunni síðustu helgi. Og hvernig fagna ég þessum áfanga? Með því að rífa sjálfviljug af mér skinn á milli vísitáar og löngutáar og líða því vítiskvalir af djöfullegum sviða um þessar mundir. Það var eitthvað skinnþykkildi búið að fara í taugarnar á mér svolítið lengi og ég ákvað að pilla það bara af. Slæmt ákvörðun....mjög slæm...

..auk þess er ég svo þrjósk að í morgun sleppti ég ekki reipinu þó það fældist hjá mér hross og fékk þessa líka fínu blöðru í lófann. En hrossið þurfti að láta í minni pokann fyrir mér svo áverki þessi var ekki alslæmur.

|