miðvikudagur, júní 08, 2005
Back up the backside
Nú er ég rétt farin að jafna mig eftir brúðkaup aldarinnar sem haldið var á Lálandi um helgina. Búin að vera hálfgerður svefngengill síðan þá enda biðu mín hér miðnæturvakt og óskannaðar merar í lange baner. Stefni á að fara snemma í bólið í kvöld til að komast á réttan kjöl. Næstu mánuðir verða strembnir þar sem ég á víst að skila annarsársskýrslu um miðjan júlí og halda smá tölu fyrir matsnefnd. Jájá, það sleppur allt saman vonandi.
Vil bara þakka kærlega fyrir mig, Danmörk og mínir kæru vinir í Danaveldi fyrir að taka við mér með bros á vör þrátt fyrir allt vesen sem mér fylgdi. Þetta var algjör unaður!
Myndir frá brúðkaupinu verða settar á netið þegar tími gefst, læt vita af því seinna.
|
Nú er ég rétt farin að jafna mig eftir brúðkaup aldarinnar sem haldið var á Lálandi um helgina. Búin að vera hálfgerður svefngengill síðan þá enda biðu mín hér miðnæturvakt og óskannaðar merar í lange baner. Stefni á að fara snemma í bólið í kvöld til að komast á réttan kjöl. Næstu mánuðir verða strembnir þar sem ég á víst að skila annarsársskýrslu um miðjan júlí og halda smá tölu fyrir matsnefnd. Jájá, það sleppur allt saman vonandi.
Vil bara þakka kærlega fyrir mig, Danmörk og mínir kæru vinir í Danaveldi fyrir að taka við mér með bros á vör þrátt fyrir allt vesen sem mér fylgdi. Þetta var algjör unaður!
Myndir frá brúðkaupinu verða settar á netið þegar tími gefst, læt vita af því seinna.
|