mánudagur, apríl 25, 2005
Ný vika
Nú er lokið minni fyrstu fundaröð með alþjóðlegri staðlanefnd stoðtækjaframleiðenda....eða sko ég var ekkert á fundunum, fór bara út að borða með henni. Hekla var svo örlát og indæl að bjóða mér með tvö kvöld. Þar kynntist ég montnum alvitrum Svía sem sló um sig með setningum eins og: "Life is a sexually transmitted condition with a 100% mortality rate" án þess að það ætti við. Svo besserwissaði hann alveg rosalega á Danmörku þó hann vissi greinilega ekki mikið um það dægilega land. Ég þagði bara þunnu hljóði en blammeraði hann öðru hverju með því að kalla hann gamlan og gera grín að sögunum sem hann sagði. Svo var þarna ágæt Suður Afrísk kona sem hafði kynnst manninum sínum á blindu stefnumóti fyrir 30 árum og sagði okkur aðeins frá því. Svo voru indversku hjónin sem búa í Dundee líka indæl-það kom þó ekki í ljós fyrr en undir lokin að konan er læknir en hætt að vinna-hún var búin að sitja og þegja og brosa kurteislega allan tímann svona eins og hún hefði ekkert til málanna að leggja svo við vorum búnar að ákveða að hún væri ómenntuð húsmóðir. Hún var alla vega greinilega ekkert númer þarna. Ameríkaninn Bob var líka áhugaverður. Hann var eins og feit rauðbirkin útgáfa af Christopher Reeve og eins og hálsinn á honum hefði bráðnað saman við herðarnar. Var hann mjög hávær en skemmtilegur.
Annars er það héðan að frétta að North Bridge var lokuð í tvo sólarhringa um helgina meðan reynt var að tala ungan mann ofan af því að stökkva í gegnum glerþakið á Waverley station. Sat hann í hundrað metra hæð yfir þakinu á einhverri steinsyllu frá því klukkan átta á laugardagsmorgun þar til klukkan sex í morgun þegar hann náðist heill ofan af syllunni. Það sem fólki dettur í hug.
|
Nú er lokið minni fyrstu fundaröð með alþjóðlegri staðlanefnd stoðtækjaframleiðenda....eða sko ég var ekkert á fundunum, fór bara út að borða með henni. Hekla var svo örlát og indæl að bjóða mér með tvö kvöld. Þar kynntist ég montnum alvitrum Svía sem sló um sig með setningum eins og: "Life is a sexually transmitted condition with a 100% mortality rate" án þess að það ætti við. Svo besserwissaði hann alveg rosalega á Danmörku þó hann vissi greinilega ekki mikið um það dægilega land. Ég þagði bara þunnu hljóði en blammeraði hann öðru hverju með því að kalla hann gamlan og gera grín að sögunum sem hann sagði. Svo var þarna ágæt Suður Afrísk kona sem hafði kynnst manninum sínum á blindu stefnumóti fyrir 30 árum og sagði okkur aðeins frá því. Svo voru indversku hjónin sem búa í Dundee líka indæl-það kom þó ekki í ljós fyrr en undir lokin að konan er læknir en hætt að vinna-hún var búin að sitja og þegja og brosa kurteislega allan tímann svona eins og hún hefði ekkert til málanna að leggja svo við vorum búnar að ákveða að hún væri ómenntuð húsmóðir. Hún var alla vega greinilega ekkert númer þarna. Ameríkaninn Bob var líka áhugaverður. Hann var eins og feit rauðbirkin útgáfa af Christopher Reeve og eins og hálsinn á honum hefði bráðnað saman við herðarnar. Var hann mjög hávær en skemmtilegur.
Annars er það héðan að frétta að North Bridge var lokuð í tvo sólarhringa um helgina meðan reynt var að tala ungan mann ofan af því að stökkva í gegnum glerþakið á Waverley station. Sat hann í hundrað metra hæð yfir þakinu á einhverri steinsyllu frá því klukkan átta á laugardagsmorgun þar til klukkan sex í morgun þegar hann náðist heill ofan af syllunni. Það sem fólki dettur í hug.
|