mánudagur, apríl 11, 2005
Laugardagur til leti?
Ég er nú meiri kallinn, fór í útréttingar á laugardaginn og endaði á því að kaupa mér tvenn gleraugu. Ójá, ekki lengi að því sem lítið er! Það er annað en feita lata afgreiðsludæmið sem ég lenti í sama dag. Þetta var í svona hundraðkallabúð þar sem hægt er að fá allt frá brjóstahöldurum yfir í topplyklasett. Biðröðin var eins og ormurinn langi og það voru þrjár manneskjur bak við afgreiðsluborðið. Einungis ein þeirra var að afgreiða þó það væru þrír kassar. Önnur væflaðist fram og aftur með rúllu af plastpokum og sú þriðja var eins og hún væri bara í öðrum heimi og hafði tekið sér það hlutverk að setja þessa örfáu hluti sem maður keypti í plastpoka. Þegar kom að mér var ég með tvo hluti og með plastpoka úr annarri búð sem ég setti draslið í og þurfti ekki hennar hjálp til þess. Í staðinn fyrir að skammast sín fyrir hvað hún var einskis nýt tók hún "pásunni" fegins hendi og fékk sér sælgæti úti í horni meðan hún gaulaði "it's raining men...hallelujah..." Úff!
Þegar innkaupaferðinni var lokið fór ég heim að hlaupa. Ég hlusta alltaf á útvarpið þegar ég hleyp-ekkert endilega tónlist heldur stundum "Gardener's question time", "Al Murrays comedy hour" eða "Just a minute". Á laugardaginn var ekkert skemmtilegt í útvarpinu. Eyddi hálfum hringnum í að fletta milli stöðva þar til ég fann Meatloaf lag og hugsaði að það myndi þó alla vega endast alla leiðina heim. Ég gleymdi þó að fyrir utan það að lögin hans eru aldrei búin eru örar hraðabreytingar aðalsmerki listamannsins. Það leið því ekki á löngu áður en ég var búin að ná mér í alveg svakalegan hlaupasting, bara með því að láta hlaupahraðann fylgja tónlistinni.
|
Ég er nú meiri kallinn, fór í útréttingar á laugardaginn og endaði á því að kaupa mér tvenn gleraugu. Ójá, ekki lengi að því sem lítið er! Það er annað en feita lata afgreiðsludæmið sem ég lenti í sama dag. Þetta var í svona hundraðkallabúð þar sem hægt er að fá allt frá brjóstahöldurum yfir í topplyklasett. Biðröðin var eins og ormurinn langi og það voru þrjár manneskjur bak við afgreiðsluborðið. Einungis ein þeirra var að afgreiða þó það væru þrír kassar. Önnur væflaðist fram og aftur með rúllu af plastpokum og sú þriðja var eins og hún væri bara í öðrum heimi og hafði tekið sér það hlutverk að setja þessa örfáu hluti sem maður keypti í plastpoka. Þegar kom að mér var ég með tvo hluti og með plastpoka úr annarri búð sem ég setti draslið í og þurfti ekki hennar hjálp til þess. Í staðinn fyrir að skammast sín fyrir hvað hún var einskis nýt tók hún "pásunni" fegins hendi og fékk sér sælgæti úti í horni meðan hún gaulaði "it's raining men...hallelujah..." Úff!
Þegar innkaupaferðinni var lokið fór ég heim að hlaupa. Ég hlusta alltaf á útvarpið þegar ég hleyp-ekkert endilega tónlist heldur stundum "Gardener's question time", "Al Murrays comedy hour" eða "Just a minute". Á laugardaginn var ekkert skemmtilegt í útvarpinu. Eyddi hálfum hringnum í að fletta milli stöðva þar til ég fann Meatloaf lag og hugsaði að það myndi þó alla vega endast alla leiðina heim. Ég gleymdi þó að fyrir utan það að lögin hans eru aldrei búin eru örar hraðabreytingar aðalsmerki listamannsins. Það leið því ekki á löngu áður en ég var búin að ná mér í alveg svakalegan hlaupasting, bara með því að láta hlaupahraðann fylgja tónlistinni.
|