mánudagur, apríl 04, 2005
Klutz
Þá er loksins ástæða fyrir mig að blogga. Það gerðist eitthvað í mínu lífi í dag sem virði er að segja frá. Nei, ég er hvorki trúlofuð né ófrísk.
Ég bjargaði manni. Ekki frá dauðanum, en frá klaufaskapnum í sjálfum sér. Ég sat niðursokkin í tölfræði á skrifstofunni minni og hlustaði á danska útvarpið á netinu og lét ekki trufla mig hrópin sem alltaf heyrðust öðru hverju úti á plani. Svo fór að heyrast einhver ásláttur líka, en ég hélt bara að þetta væru iðnaðarmenn eða kannski bóndinn að reyna að tjónka við fjárhópinn sinn.
Svo þegar þetta var farið að vera pirrandi fór ég að glugganum og sá í fyrstu ekkert athugavert, þangað til allt í einu var veifað bláum latexhanska út um rifu aftan á litlum sendibíl. Ég hljóp út og opnaði fyrir einhverjum veslings manni sem hafði tekist að loka sig inni aftur í. Hann var með skurð á nefinu en að öðru leyti heill heilsu. Ég ráðlagði honum að fara aldrei afturí án þess að vera með gemsann við hendina. Þá sagðist hann hafa verið með hann í vasanum en ekki viljað hringja í vinnuna og eiga á hættu að gera sig að algjöru fífli.
Já, ég bjargaði manni í dag. En af klaufaskapnum að dæma þarf líklega reglulega að bjarga honum frá sjálfum sér.
Nú get ég sko tekið á tölfræðinni með bros á vör!
|
Þá er loksins ástæða fyrir mig að blogga. Það gerðist eitthvað í mínu lífi í dag sem virði er að segja frá. Nei, ég er hvorki trúlofuð né ófrísk.
Ég bjargaði manni. Ekki frá dauðanum, en frá klaufaskapnum í sjálfum sér. Ég sat niðursokkin í tölfræði á skrifstofunni minni og hlustaði á danska útvarpið á netinu og lét ekki trufla mig hrópin sem alltaf heyrðust öðru hverju úti á plani. Svo fór að heyrast einhver ásláttur líka, en ég hélt bara að þetta væru iðnaðarmenn eða kannski bóndinn að reyna að tjónka við fjárhópinn sinn.
Svo þegar þetta var farið að vera pirrandi fór ég að glugganum og sá í fyrstu ekkert athugavert, þangað til allt í einu var veifað bláum latexhanska út um rifu aftan á litlum sendibíl. Ég hljóp út og opnaði fyrir einhverjum veslings manni sem hafði tekist að loka sig inni aftur í. Hann var með skurð á nefinu en að öðru leyti heill heilsu. Ég ráðlagði honum að fara aldrei afturí án þess að vera með gemsann við hendina. Þá sagðist hann hafa verið með hann í vasanum en ekki viljað hringja í vinnuna og eiga á hættu að gera sig að algjöru fífli.
Já, ég bjargaði manni í dag. En af klaufaskapnum að dæma þarf líklega reglulega að bjarga honum frá sjálfum sér.
Nú get ég sko tekið á tölfræðinni með bros á vör!
|