föstudagur, apríl 22, 2005
Félagsmálatröllið ég
Ég er orðinn stoltur eigandi stafrænnar myndavélar-loksins! Gat ekki beðið að prófa hana og nýta mér allar stillingarnar og svona. Myndasyrpan hefur hins vegar ótvírænt sýnt hvað ég lifi spennandi lífi hér í borg og hvað ég er nú félagslynd hérna-það eru eintómar plöntumyndir á kortinu! Ég fékk hálfgert áfall þegar ég skoðaði alla syrpuna í einum rykk og hét því að fara nú að taka myndir af dýrum og jafnvel fólki....fór því með Heklu í Royal Botanics og tók þar myndir af...jú, fleiri plöntum...en líka af íkornum. Þeir eru eins og litlir menn þegar þeir sitja upp á endann og gefa manni sakleysislegt (en ekki saklaust!) auga.
Hekla er hér á fundasyrpu og er voða dugleg að vakna snemma. Það er mjög hollt fyrir mig því ég er í eðli mínu morgunhani en hef eitthvað villst af leið á seinustu mánuðum. Ég vaknaði til dæmis stundarfjórðung í sjö í morgun en það var vegna þess að ég hafði hálfgerðan vara á mér alla nóttina eins og móðir sem hefur áhyggjur af barninu sínu. Barnið mitt var súrdeig sem var að lyfta sér í nótt og fékk til þess rúman tíma svo ég var hrædd um að það væri komið út um allt. Vaknaði því eldsnemma til að bjarga því og stinga í ofn. Þetta varð til þess að við fengum nýbakað heitt brauð í morgunmat.
Skyldi ég bera varanlegan andlegan skaða af því að minn helsti félagsskapur hér úti er súrdeig og gróður? Ég tala meira að segja stundum við súrdeigið....algjör krypplingur!
|
Ég er orðinn stoltur eigandi stafrænnar myndavélar-loksins! Gat ekki beðið að prófa hana og nýta mér allar stillingarnar og svona. Myndasyrpan hefur hins vegar ótvírænt sýnt hvað ég lifi spennandi lífi hér í borg og hvað ég er nú félagslynd hérna-það eru eintómar plöntumyndir á kortinu! Ég fékk hálfgert áfall þegar ég skoðaði alla syrpuna í einum rykk og hét því að fara nú að taka myndir af dýrum og jafnvel fólki....fór því með Heklu í Royal Botanics og tók þar myndir af...jú, fleiri plöntum...en líka af íkornum. Þeir eru eins og litlir menn þegar þeir sitja upp á endann og gefa manni sakleysislegt (en ekki saklaust!) auga.
Hekla er hér á fundasyrpu og er voða dugleg að vakna snemma. Það er mjög hollt fyrir mig því ég er í eðli mínu morgunhani en hef eitthvað villst af leið á seinustu mánuðum. Ég vaknaði til dæmis stundarfjórðung í sjö í morgun en það var vegna þess að ég hafði hálfgerðan vara á mér alla nóttina eins og móðir sem hefur áhyggjur af barninu sínu. Barnið mitt var súrdeig sem var að lyfta sér í nótt og fékk til þess rúman tíma svo ég var hrædd um að það væri komið út um allt. Vaknaði því eldsnemma til að bjarga því og stinga í ofn. Þetta varð til þess að við fengum nýbakað heitt brauð í morgunmat.
Skyldi ég bera varanlegan andlegan skaða af því að minn helsti félagsskapur hér úti er súrdeig og gróður? Ég tala meira að segja stundum við súrdeigið....algjör krypplingur!
|