mánudagur, febrúar 14, 2005
Ólán í láni
Jæja, nú er heldur betur langt síðan síðast. Ég hef bara haft svo mikið að gera síðustu tvær vikur. Fyrri vikuna var ég á rannsóknastofunni og vann úr átta gelum (þið þurfið ekkert að skilja þetta) en þá seinni þeysti ég á skíðum á þessu fína skíðasvæði. Fór alveg endanna á milli og skíðaði alveg frá hægri til vinstri samkvæmt kortinu.
Ferðin byrjaði þó brösulega því ég er ekki frá því að ferðadagurinn 5. feb hafi verið mesti ólukkudagur sem ég hef lifað. Átti að fljúga á þægilegum tíma klukkan 11.15 frá Edinborg til Heathrow og þaðan til Malpenza flugvallar í Mílanó, hvar frænkur mínar myndu einnig lenda og við tækjum saman rútu upp í fjöllin.
Bea vinkona ætlaði að keyra mig út á flugvöll og ég hafði því sæmilegan tíma til að taka mig til um morguninn. Í rólegheitum mínum datt mér það snjallræði í hug að líma saman sólann á leðurstígvélunum mínum því þau voru hriplek og það gengur nú ekki á götum Cerviniaþorps. Tók upp glænýja tonnatakstúpu en þegar ég reyndi að opna hana sprautuðust þessi lifandis ósköp á fingurna á mér svo vísifingur og langatöng hægri handar límdust saman. Ég starði í forundran á útkomuna en hafði þó rænu á að rykkja fingrunum í sundur og hljóp svo undir vatn með þá. Leit fyrir vikið út fyrir að þjást all svakalega af mjög staðbundnum húðsjúkdómi, en fingurnir voru þó hvor í sínu lagi.
Nú, bílferðin út á flugvöll gekk ósköp vel en það reyndist sprungið á einu dekki flugvélarinnar og samkvæmt öryggisreglum þurfti að skipta um öll fjögur dekk, skrifa skýrslu og gera öryggisúttekt. Þetta vesen olli því að fluginu seinkaði um tvo tíma. Loksins þegar við komumst í loftið voru flugfreyjurnar á fullu að róa fólk sem átti tengiflug. Ég hafði nú rúman tíma því hópurinn sem ég átti stefnumót við átti að lenda rúmum tveimur tímum á eftir mér í Mílanó þannig að ég var alveg róleg. Maðurinn við hliðina á mér átti flug til Kazakhstan, en þangað er aðeins flogið tvisvar í viku, svo ég var líklega betur sett en hann.
Þegar komið var til Heathrow hljóp ég á fullu til þess að freista þess að ná vélinni en auðvitað hafði ég misst af henni. Var því sett á annað flug sem átti að fara eftir hálftíma en á Linate flugvöll í Mílanó. Ég hafði ekkert val og hugsaði að þá hefði ég þó klukkutíma til að koma mér milli flugvalla (um 50 mín með rútu). Var alveg að pissa í mig en ákvað að flýta mér út að hliði og halda frekar í mér. Þegar ég hef setið við hliðið í kortér og ekkert gerist spyr ég fýldan starfsmann hvort það sé nokkuð seinkun? "Já", án þess að líta upp. "Næ ég að fara á klósettið?" "Jahá", án þess að líta upp. "Excuuuuuse me! Geturðu nokkuð sagt mér hvar það er, þá?". Þarna var nú farið að fjúka í mig, hún átti ekkert með að vera svona dónaleg, druslan af henni. Nú, það kom á daginn að það var klukkutíma seinkun á þessu flugi líka, þannig að klukkutíminn sem ég ætlaði að hafa til ferðalaga milli flugvalla var úr sögunni.
Þegar ég lenti í Linate var ég orðin uppgefin og mjöööög svöng, því í báðum flugferðunum var bara boðið upp á möffins og kitkat og ég hafði auðvitað engan tíma til að borða á flugvöllunum. Svo sá ég fram á að þurfa að taka 100 evru leigubíl milli flugvalla og missa samt af hópnum mínum. Þannig var mitt mótstöðuafl alveg farið og ég stóð við tóma farangurskerruna mína og grenjaði. Svo skilaði farangurinn minn sér auðvitað ekki svo ég fór og grenjaði utan í ítölskum starfsmanni sem þóttist ekki skilja mig en þegar hann sá að hann myndi ekkert losna við mig auk þess sem ég var farin að seyta slími í stórum stíl yfir skrifborðið hans fór hann í gang. Það kom í ljós að farangurinn myndi lenda klukkutíma síðar en yrði ekki keyrður upp í fjöll fyrr en að tveimur dögum liðnum því British Airways starfsmenn vinna ekki um helgar. Ég gaf upp allar upplýsingar og hljóp svo út til að húkka leigubíl.
Fyrir utan norpaði lítill hópur skuggalegra manna og einn þeirra hóaði í mig. Ég spurði "taxi?" og hann sagði "si". Þá sagði ég "Malpenza, pronto, pronto" og hann hljóp með mig að bílnum sínum. Þarna var ég búin að gefa allt frá mér, vissi ekkert hvort þetta var alvöru taxi eða hvað en bíllinn var stór Benz svo ég hugsaði að ég væri alla vega slatta vel varin fyrir slysum. Hann sagði að ferðin kostaði 111 evrur, ég átti bara 100 svo ég sagði með spurnartón "cento?" og hann sagði bara "si". Veit ekkert hvort hann skildi mig. Við ókum svo á 160 alla leið á undir hálftíma og náðum hópnum. Þegar ég sá frænkur mínar fór ég aftur að gráta og leigubílstjórinn var alveg í rusli yfir því, fór út úr bílnum og ætlaði að hjálpa mér út. En ég komst út og beint í faðm fjölskyldunnar. Þegar við loks komumst upp í fjöll tveimur tímum síðar fengum við svo kvöldmat og þá var ég enn elt af óheppninni því ég fékk mandarínu sem var með steinum í hverjum einasta báti. Þá ákvað ég líka að enda þennan dag og fara í rúmið. Dagarnir sem fylgdu voru snilld, hver veit nema ég rifji þá upp líka. En hér er nóg komið í bili, vona að ég sé ekki búin að drepa af mér dygga lesendur, fyrst með bloggleti og nú með óhóflegum skrifum.
|
Jæja, nú er heldur betur langt síðan síðast. Ég hef bara haft svo mikið að gera síðustu tvær vikur. Fyrri vikuna var ég á rannsóknastofunni og vann úr átta gelum (þið þurfið ekkert að skilja þetta) en þá seinni þeysti ég á skíðum á þessu fína skíðasvæði. Fór alveg endanna á milli og skíðaði alveg frá hægri til vinstri samkvæmt kortinu.
Ferðin byrjaði þó brösulega því ég er ekki frá því að ferðadagurinn 5. feb hafi verið mesti ólukkudagur sem ég hef lifað. Átti að fljúga á þægilegum tíma klukkan 11.15 frá Edinborg til Heathrow og þaðan til Malpenza flugvallar í Mílanó, hvar frænkur mínar myndu einnig lenda og við tækjum saman rútu upp í fjöllin.
Bea vinkona ætlaði að keyra mig út á flugvöll og ég hafði því sæmilegan tíma til að taka mig til um morguninn. Í rólegheitum mínum datt mér það snjallræði í hug að líma saman sólann á leðurstígvélunum mínum því þau voru hriplek og það gengur nú ekki á götum Cerviniaþorps. Tók upp glænýja tonnatakstúpu en þegar ég reyndi að opna hana sprautuðust þessi lifandis ósköp á fingurna á mér svo vísifingur og langatöng hægri handar límdust saman. Ég starði í forundran á útkomuna en hafði þó rænu á að rykkja fingrunum í sundur og hljóp svo undir vatn með þá. Leit fyrir vikið út fyrir að þjást all svakalega af mjög staðbundnum húðsjúkdómi, en fingurnir voru þó hvor í sínu lagi.
Nú, bílferðin út á flugvöll gekk ósköp vel en það reyndist sprungið á einu dekki flugvélarinnar og samkvæmt öryggisreglum þurfti að skipta um öll fjögur dekk, skrifa skýrslu og gera öryggisúttekt. Þetta vesen olli því að fluginu seinkaði um tvo tíma. Loksins þegar við komumst í loftið voru flugfreyjurnar á fullu að róa fólk sem átti tengiflug. Ég hafði nú rúman tíma því hópurinn sem ég átti stefnumót við átti að lenda rúmum tveimur tímum á eftir mér í Mílanó þannig að ég var alveg róleg. Maðurinn við hliðina á mér átti flug til Kazakhstan, en þangað er aðeins flogið tvisvar í viku, svo ég var líklega betur sett en hann.
Þegar komið var til Heathrow hljóp ég á fullu til þess að freista þess að ná vélinni en auðvitað hafði ég misst af henni. Var því sett á annað flug sem átti að fara eftir hálftíma en á Linate flugvöll í Mílanó. Ég hafði ekkert val og hugsaði að þá hefði ég þó klukkutíma til að koma mér milli flugvalla (um 50 mín með rútu). Var alveg að pissa í mig en ákvað að flýta mér út að hliði og halda frekar í mér. Þegar ég hef setið við hliðið í kortér og ekkert gerist spyr ég fýldan starfsmann hvort það sé nokkuð seinkun? "Já", án þess að líta upp. "Næ ég að fara á klósettið?" "Jahá", án þess að líta upp. "Excuuuuuse me! Geturðu nokkuð sagt mér hvar það er, þá?". Þarna var nú farið að fjúka í mig, hún átti ekkert með að vera svona dónaleg, druslan af henni. Nú, það kom á daginn að það var klukkutíma seinkun á þessu flugi líka, þannig að klukkutíminn sem ég ætlaði að hafa til ferðalaga milli flugvalla var úr sögunni.
Þegar ég lenti í Linate var ég orðin uppgefin og mjöööög svöng, því í báðum flugferðunum var bara boðið upp á möffins og kitkat og ég hafði auðvitað engan tíma til að borða á flugvöllunum. Svo sá ég fram á að þurfa að taka 100 evru leigubíl milli flugvalla og missa samt af hópnum mínum. Þannig var mitt mótstöðuafl alveg farið og ég stóð við tóma farangurskerruna mína og grenjaði. Svo skilaði farangurinn minn sér auðvitað ekki svo ég fór og grenjaði utan í ítölskum starfsmanni sem þóttist ekki skilja mig en þegar hann sá að hann myndi ekkert losna við mig auk þess sem ég var farin að seyta slími í stórum stíl yfir skrifborðið hans fór hann í gang. Það kom í ljós að farangurinn myndi lenda klukkutíma síðar en yrði ekki keyrður upp í fjöll fyrr en að tveimur dögum liðnum því British Airways starfsmenn vinna ekki um helgar. Ég gaf upp allar upplýsingar og hljóp svo út til að húkka leigubíl.
Fyrir utan norpaði lítill hópur skuggalegra manna og einn þeirra hóaði í mig. Ég spurði "taxi?" og hann sagði "si". Þá sagði ég "Malpenza, pronto, pronto" og hann hljóp með mig að bílnum sínum. Þarna var ég búin að gefa allt frá mér, vissi ekkert hvort þetta var alvöru taxi eða hvað en bíllinn var stór Benz svo ég hugsaði að ég væri alla vega slatta vel varin fyrir slysum. Hann sagði að ferðin kostaði 111 evrur, ég átti bara 100 svo ég sagði með spurnartón "cento?" og hann sagði bara "si". Veit ekkert hvort hann skildi mig. Við ókum svo á 160 alla leið á undir hálftíma og náðum hópnum. Þegar ég sá frænkur mínar fór ég aftur að gráta og leigubílstjórinn var alveg í rusli yfir því, fór út úr bílnum og ætlaði að hjálpa mér út. En ég komst út og beint í faðm fjölskyldunnar. Þegar við loks komumst upp í fjöll tveimur tímum síðar fengum við svo kvöldmat og þá var ég enn elt af óheppninni því ég fékk mandarínu sem var með steinum í hverjum einasta báti. Þá ákvað ég líka að enda þennan dag og fara í rúmið. Dagarnir sem fylgdu voru snilld, hver veit nema ég rifji þá upp líka. En hér er nóg komið í bili, vona að ég sé ekki búin að drepa af mér dygga lesendur, fyrst með bloggleti og nú með óhóflegum skrifum.
|