<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 17, 2005

Totally Kosher

Ég skemmti mér vel í Sainsbury's í gær. Ég uppgötvaði nefnilega nýja deild sem ég vissi ekki að væri til hjá þeim: Gyðingadeildina. Hef ekki glaðst svona síðan ég uppgötvaði Contemporary deildina í Hennesen og Mauritsen. Hahahaha, það er ein hillustæða tileinkuð Gyðingavörum. Allt frá Memorial candles-"Ideal for Yom Kippur and Hanukkah" til "Happy families" sælgætispoka. Svo voru þarna alls konar "Kneidel" og "Lachniks". Ég dvaldi þarna lengi vel og skoðaði allt vandlega. Þessi eina hilla hafði meira aðdráttarafl á mig en restin af stórmarkaðnum í heild sinni. Svona á þetta að vera!

|