<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 24, 2005

Helgarbedriftur

Rosalega var ég dugleg að vakna í morgun, bara spratt á fætur um áttaleytið. Það var nú eitthvað annað en í gær, þegar ég vaknaði ekki fyrr en undir tvö, því ég hafði lent í rosa partíi í Leith á laugardagskvöldið. Sigrún "fóstursystir" mín bauð mér með stuttum fyrirvara í afmæli vinkonu sinnar og ég sló til.

Það var bara hörkustuð þarna-en þeir sem þekkja til vita að Leith er "the rough side of town" hér í Edinborg. Þarna var meðal annarra Dr Evil (ég er viss um að hann og Mike Myers eru skyldir) auk þess sem ég var kynnt fyrir stúlku sem er 1/8 íslendingur, Emma Johannesson heitir hún. Svo var ég látin éta ofan í mig stór orð um kunnáttu mína í portúgölsku. Hún er sem sagt engin. Það var brasilíumaðurinn Leo sem kom mér í skilning um það. Ég bað hann nefnilega að tala bara við mig portúgölsku allt kvöldið og ég skildi ekkert af því sem hann var að segja. En það var samt gaman að því, þetta er svo flott tungumál.

Klukkan fjögur kom nágranni og kvartaði, vildi fá að sofa í friði. Það var bara sagt jájá vinan og haldið áfram. Um fimmleytið komu aðrir nágrannar með stórt fat af haggis, neeps and tatties og vildu fá að taka þátt í glaumnum. Þau höfðu verið með Burns supper og voru til í meira.

Við Sigrún skreiddumst loksins heim klukkan sex og þá var ég aaalveg búin!

Sunnudagurinn fór ekki allur í vitleysu, ég sauð heilan pott af marmelaði og bakaði súrdeigsbrauð. En þá var ég líka alveg búin og fór í bælið aftur með ævisögu Sean Penn.

|