<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Fertugur Breti var í gær dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir að senda 35 tölvuskeyti í nafni Thaílenska utanríkisráðuneytisins til ættingja fólks sem týndist í flóðbylgjunni í Asíu. Í skeytunum stóð að ættingjarnir væru látnir. Sumir af þessum týndu ættingjum komu svo í leitirnar skömmu síðar.

Getur þetta versnað?......Já:

Fyrir rétti bar hann við "tíu mínútna brjálæði" vegna sorgar sinnar og álags sökum eftirfarandi:
Fyrir 13 árum fæddist fyrsta barnið hans andvana.
Frændi hans dó nokkrum dögum fyrir jól, auk þess sem 12 ára sykursjúkur sonur hans var nærri dáinn (þetta er eins og í Eastenders!).
Hann hefur annast móður sína sem fékk brjóstakrabbamein og föður sinn sem fékk slag auk frænku sinnar sem er með Alzheimer (hahaha, góð tilraun).
Ó...þá skil ég ALVEG hvað þér gekk til, þú indælis samúðarfulla mannvera. Hérna, fáðu síðasta molann minn!

Fáviti....

|