<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 13, 2005


Dansað gegn kvefi

Ég hef uppgötvað góða lækningu við hálsbólgu og sleni: afródans. Fór í minn fyrsta tíma af 12 í gærkvöldi með Bea og Jennu og kom út ný manneskja. Mætti hóstandi og slefandi með kirsuberjaauga en fór þaðan næstum því alheil, svaf eins og barn í nótt og er því endurnærð og hamingjusöm í dag. Hef meira að segja náð að gera eitthvað af viti, ekki seinna vænna þar sem þessi vika er senn á enda runnin. Af jólabókunum er það að frétta að ég grúska nú í þeirri seinustu, perlunni sem ég geymdi þar til síðast, en það er Gruk hans Piet Hein. Þar er sko að finna vísdóm sem má nota til að þagga niður allar efasemdir sem maður ber í hjarta yfir allflestu. Þetta er svona hentistefnubók-á einni síðu er mælt gegn svartsýni, en á þeirri næstu með henni-allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Til dæmis fann ég þetta litla gruk sem réttlætir slæpingsháttinn í mér fyrstu þrjá daga vikunnar:


HER OG NU
Livets kunst.

Hvad hjælper al
din kløgt og viden
hvis du har glemt
at spilde tiden

Gruk er orðskrípi sem Hein setti sjálfur saman úr orðunum grin (hlátur) og suk (andvarp, dæs(!)). Ég hugsa að ég kalli þetta hlæs frekar en hlandvarp, hvarp eða hlarp.

Nú, svo á ég auðvitað gimsteininn Íslenskt dýralæknatal eftir ólesinn, sá lestur verður frekar í uppflettistíl.

|