<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Allt svo flókið....

Öfugt við bræður mína hef ég alltaf farið ákaflega vel með skó og reiðhjól. Það sér yfirleitt ekki á þeim eftir áralanga notkun. Verst er að sama máli gegnir um tannburstana mína. Ég get notað sama gripinn árum saman án þess að fatta hvað hann er orðinn gamall (ojojoj). En þó að gamli burstinn líti út fyrir að vera nýr, þá finn eg nú alltaf muninn þegar ég kaupi nýjan. Ég ákvað um daginn að skipta út þriggja ára tannbursta og kíkti því í tannburstadeildina eftir nýjum. Sá strax að viðbrigðin yrðu líklega meiri en venjulega-svona venjulegur bursti eins og sá þriggja ára fæst ekki lengur. Þetta er allt útsett í marglitum gúmmítotum, mishæðótt og fyrirferðarmikið. Ég keypti umfangsminnsta gúmmískrípið og hálfkveið vígslunni sem fór fram þetta kvöld. Burstinn fyllti út í hvoftinn á mér og það reyndist erfitt að hreyfa hann að nokkru gagni. Og auðvitað spýtti ég blóði eftir þessar aðfarir-hananú, maður fær bara berkla af þessum fjára!

Ég er búin að henda þeim gamla svo ég sit víst uppi með þetta tól. Ætti ég kannski að reyna að klippa gúmmítoturnar af? Við sjáum hvað setur, kannski er þetta bara spurning um vana....

Það var sagt frá mexíkóskum lýta"lækni" í gær sem viðhafði heldur frumstæðar aðferðir við vinnu sína með þeim afleiðingum að fjöldi fólks er afmyndað eftir hann. Það var sýnt myndband af aðgerð sem hann gerði á karlmanni sem óskaði sér stærri brjóstvöðva (ever heard of weight lifting? Even steroids?) og fékk snillinginn til þess að uppfylla þá ósk. "Læknirinn" notaði pönnukökuspaða sem sárahaka, hjakkaði með honum undir húð og tróð svo silikonbrjóstapúðum, ætluðum konum, þarna inn. Það var sýnd mynd af vesalings sjúklingnum sofandi með fínustu CC skálar. Dr Nick í Simpsons er greinilega til í alvörunni.

|