fimmtudagur, janúar 20, 2005
Af skoskri svepparækt
Annar afrótíminn yfirstaðinn, þessi tími var sýnu hraðari en síðasti tími enda var ég dauðþreytt í gærkvöldi og svaf 11 tíma í nótt. Svo eru sturturnar þarna í DanceBase óvænt ánægja, ég hafði ekki átt von á góðum sturtum því ég Skotar eru ekki miklir aðdáendur almenningsbaða. Enda kom fljótt í ljós að það hefur ekkert breyst, því er ég sú eina sem notar þær!
Það eru átta sturtur á staðnum, búningsklefinn fullur af sveittum stúlkum og enginn fer í sturtu-það skella sér bara allir í fötin sín aftur og láta gott heita. Ég veit ekki hvort það er spéhræðsla eða einskær sóðaskapur sem stjórnar gerðum þessa fólks. Sama hvort það hafa þær varla hlotið mikla hreinlætisfræðslu í uppvextinum, því þetta býður upp á grósku sveppa og gerla, ojojojoj! En ég held áfram að spranga um allsber innan um sveittar stúlkur sem reyna að fara úr leikfimigallanum um leið og farið er í gallabuxurnar, svo það sjáist örugglega ekki í bert hold.
Sóðar!!
|
Annar afrótíminn yfirstaðinn, þessi tími var sýnu hraðari en síðasti tími enda var ég dauðþreytt í gærkvöldi og svaf 11 tíma í nótt. Svo eru sturturnar þarna í DanceBase óvænt ánægja, ég hafði ekki átt von á góðum sturtum því ég Skotar eru ekki miklir aðdáendur almenningsbaða. Enda kom fljótt í ljós að það hefur ekkert breyst, því er ég sú eina sem notar þær!
Það eru átta sturtur á staðnum, búningsklefinn fullur af sveittum stúlkum og enginn fer í sturtu-það skella sér bara allir í fötin sín aftur og láta gott heita. Ég veit ekki hvort það er spéhræðsla eða einskær sóðaskapur sem stjórnar gerðum þessa fólks. Sama hvort það hafa þær varla hlotið mikla hreinlætisfræðslu í uppvextinum, því þetta býður upp á grósku sveppa og gerla, ojojojoj! En ég held áfram að spranga um allsber innan um sveittar stúlkur sem reyna að fara úr leikfimigallanum um leið og farið er í gallabuxurnar, svo það sjáist örugglega ekki í bert hold.
Sóðar!!
|