sunnudagur, desember 05, 2004
Tehetta dauðans
Ég ætti að vera margbúin að kála mér með öllum mínum klaufaskap ef eitthvað er að marka skýrslugerð yfir slys á breskum heimilum. Þar segir nefnilega að með markvissum áróðri hafi tekist að fækka slysum af völdum tehettna milli ára úr þremur í ekkert. Tehetta er meinleysislegasta heimilistæki sem fyrir finnst!
Fréttamaður: Hvað er hægt að gera til þess að fyrirbyggja slys af þessu tagi?
Herdís Storgaard: "Geyma skal tehettur í læstum hirslum og ef þær þurfa nauðsynlega að vera frammivið þar sem börn eru nálægt skal íklæðast þessari hentugu hettuvörn og skrúfa vel fyrir heita kranann. Það eru engar afsakanir teknar gildar fyrir kæruleysislegri tehettunotkun. Hafa skal mín einkunnarorð í hávegum: Tehettan er jafnseif og Teheran."
Ég er sem sagt ódauðleg fyrst mér hefur ekki tekist að drepa mig á púls með mínum flugbeittu hnífum og skítugum glerbrotum. Á hinn bóginn á ég auðvitað ekki tehettu....
|
Ég ætti að vera margbúin að kála mér með öllum mínum klaufaskap ef eitthvað er að marka skýrslugerð yfir slys á breskum heimilum. Þar segir nefnilega að með markvissum áróðri hafi tekist að fækka slysum af völdum tehettna milli ára úr þremur í ekkert. Tehetta er meinleysislegasta heimilistæki sem fyrir finnst!
Fréttamaður: Hvað er hægt að gera til þess að fyrirbyggja slys af þessu tagi?
Herdís Storgaard: "Geyma skal tehettur í læstum hirslum og ef þær þurfa nauðsynlega að vera frammivið þar sem börn eru nálægt skal íklæðast þessari hentugu hettuvörn og skrúfa vel fyrir heita kranann. Það eru engar afsakanir teknar gildar fyrir kæruleysislegri tehettunotkun. Hafa skal mín einkunnarorð í hávegum: Tehettan er jafnseif og Teheran."
Ég er sem sagt ódauðleg fyrst mér hefur ekki tekist að drepa mig á púls með mínum flugbeittu hnífum og skítugum glerbrotum. Á hinn bóginn á ég auðvitað ekki tehettu....
|